Milljarðatugir fólgnir í þara 31. maí 2012 07:00 Þörungaiðnaður á Íslandi felur í sér gríðarlega möguleika. Um mannaflsfrekan milljarðaiðnað er að ræða ef rétt verður haldið á málum. Hins vegar vantar sárlega fjármagn til að halda áfram rannsóknum á auðlind sem liggur óhreyfð í fjörum landsins. Hörður G. Kristinsson, sviðs- og rannsóknastjóri Matís, segir að stofnunin sé þegar búin að stunda rannsóknir á möguleikum þörungaiðnaðar í ýmsu samhengi. „Þetta er gullpottur sem við sitjum á án þess að gefa honum gaum. Matís hefur rannsakað aðferðir til að vinna virk efni úr þörungum lengi og við erum komin á það stig að við gætum hafið framleiðslu." Hörður segir að til þess að koma iðnaði á koppinn þurfi tvennt: Fjárfesta til að nýta þá þekkingu sem er fyrirliggjandi og hins vegar rannsókna- og þróunarfé. „Ég vil að gerð verði nýtingaráætlun byggð á hugsun um sjálfbærni; að gert verði átak líkt og í fiskiðnaði," segir Hörður. Mikið er til af hráefni hér á landi og það er lítið nýtt. Núna er það aðeins Þörungaverksmiðjan sem nýtir þang og fáeinir einkaaðilar sem þurrka þang til manneldis. Þá hefur Bláa lónið náð eftirtektarverðum árangri við að nýta þörunga í snyrtivörur. Hörður segir að bæta megi þörungum í matvæli til að gera þau næringarríkari og bragðbetri. Þörungar eru notaðir í fæðubótarefni, eins og Frakkar og Írar hafa gert. Norðmenn sjá þörunga í samhengi við framleiðslu á lífrænu eldsneyti. „Tækifæri okkar hérna á Íslandi eru fjölbreyttari en víðast hvar vegna hreinnar náttúru. Þangið okkar býr við erfið skilyrði og hefur þróað með sér efni sem hægt er að nota í læknisfræðilegum tilgangi. Efnin sem eru eftirsóknarverð eru í stuttu máli í meiri styrk en annars staðar. Það vekur áhuga erlendis frá en eftirspurn eftir þessum vörum er miklum mun meiri en framboðið á heimsvísu," segir Hörður. Þegar hafa erlend fyrirtæki lýst yfir áhuga við Matís á að nýta ódýra orku til framleiðslu í stórum stíl á smáþörungum í gróðurhúsum. „Það eru ákveðnir þörungar sem eru fullir af mjög dýrum efnum og ég sé fyrir mér að innan fárra ára verðum við komin með til landsins nokkur erlend fyrirtæki í þessari framleiðslu, enda getum við alltaf bent á að við þessa framleiðslu sé nýtt græn orka. Við það getur ekkert annað land keppt." Þörungaiðnaður er mannaflsfrekur á öllum stigum framleiðslu, og krefst jafnt menntaðs og ómenntaðs starfsfólks. - shá Fréttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þörungaiðnaður á Íslandi felur í sér gríðarlega möguleika. Um mannaflsfrekan milljarðaiðnað er að ræða ef rétt verður haldið á málum. Hins vegar vantar sárlega fjármagn til að halda áfram rannsóknum á auðlind sem liggur óhreyfð í fjörum landsins. Hörður G. Kristinsson, sviðs- og rannsóknastjóri Matís, segir að stofnunin sé þegar búin að stunda rannsóknir á möguleikum þörungaiðnaðar í ýmsu samhengi. „Þetta er gullpottur sem við sitjum á án þess að gefa honum gaum. Matís hefur rannsakað aðferðir til að vinna virk efni úr þörungum lengi og við erum komin á það stig að við gætum hafið framleiðslu." Hörður segir að til þess að koma iðnaði á koppinn þurfi tvennt: Fjárfesta til að nýta þá þekkingu sem er fyrirliggjandi og hins vegar rannsókna- og þróunarfé. „Ég vil að gerð verði nýtingaráætlun byggð á hugsun um sjálfbærni; að gert verði átak líkt og í fiskiðnaði," segir Hörður. Mikið er til af hráefni hér á landi og það er lítið nýtt. Núna er það aðeins Þörungaverksmiðjan sem nýtir þang og fáeinir einkaaðilar sem þurrka þang til manneldis. Þá hefur Bláa lónið náð eftirtektarverðum árangri við að nýta þörunga í snyrtivörur. Hörður segir að bæta megi þörungum í matvæli til að gera þau næringarríkari og bragðbetri. Þörungar eru notaðir í fæðubótarefni, eins og Frakkar og Írar hafa gert. Norðmenn sjá þörunga í samhengi við framleiðslu á lífrænu eldsneyti. „Tækifæri okkar hérna á Íslandi eru fjölbreyttari en víðast hvar vegna hreinnar náttúru. Þangið okkar býr við erfið skilyrði og hefur þróað með sér efni sem hægt er að nota í læknisfræðilegum tilgangi. Efnin sem eru eftirsóknarverð eru í stuttu máli í meiri styrk en annars staðar. Það vekur áhuga erlendis frá en eftirspurn eftir þessum vörum er miklum mun meiri en framboðið á heimsvísu," segir Hörður. Þegar hafa erlend fyrirtæki lýst yfir áhuga við Matís á að nýta ódýra orku til framleiðslu í stórum stíl á smáþörungum í gróðurhúsum. „Það eru ákveðnir þörungar sem eru fullir af mjög dýrum efnum og ég sé fyrir mér að innan fárra ára verðum við komin með til landsins nokkur erlend fyrirtæki í þessari framleiðslu, enda getum við alltaf bent á að við þessa framleiðslu sé nýtt græn orka. Við það getur ekkert annað land keppt." Þörungaiðnaður er mannaflsfrekur á öllum stigum framleiðslu, og krefst jafnt menntaðs og ómenntaðs starfsfólks. - shá
Fréttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira