Ætlar ekki að rústa öllu því sem Steingrímur hefur gert 2. janúar 2012 11:00 Steingrímur J. Sigfússon flakkaði milli ráðuneyta á gamlársdag, lét eina lykla frá sér og tók við tveimur í staðinn. Fréttablaðið/daníel Oddný G. Harðardóttir býst við að stíga úr stóli fjármálaráðherra í lok sumars. Ráðherranefnd mun endurskipuleggja stjórnarráðið. Verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytis gætu skipst á milli þriggja annarra. „Auðvitað verður að vera samfella í þessu starfi. Ég kem ekki og rústa öllu því sem Steingrímur hefur verið að gera – langt frá því," segir Oddný G. Harðardóttir, nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur störf í dag. Oddný tók við lyklum að ráðuneytinu af Steingrími J. Sigfússyni á gamlársdag. Steingrími voru á móti færð lyklavöldin að bæði efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu úr höndum Árna Páls Árnasonar og Jóns Bjarnasonar. Oddný, sem var bæjarstjóri í Garði áður en hún settist á þing árið 2009, hefur verið þingflokksformaður Samfylkingarinnar og þar áður formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hún segir að þótt stjórnarflokkarnir tveir séu ólíkir – hafi að geyma ólíkt fólk og starfi eftir ólíkum stefnum – þá muni ekki endilega ýkja mikið breytast við að ráðuneyti fjármála flytjist milli flokkanna. „Við í stjórnarmeirihlutanum erum búin að samþykkja fjögurra ára plan og ég vinn eftir því," segir Oddný. Á næstu vikum fer Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í barneignarleyfi. Eftir það stendur til að leggja iðnaðarráðuneytið niður og skipta verkefnum þess á milli nýs atvinnuvegaráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis Svandísar Svavarsdóttur. Katrín snýr aftur úr fæðingarorlofi í sumarlok og þá á Oddný von á að hverfa aftur úr ríkisstjórninni. „Ég bara geri ráð fyrir því. Ég hef svo sem ekki farið yfir það sérstaklega með Jóhönnu, en þegar Katrín kemur hún aftur þarf ein kona að fara út úr stjórninni fyrir hana og ekki verður það Jóhanna. Ég tek bara þennan sprett fyrir flokkinn minn," segir hún. Ekki liggur fyrir hvort Katrín fer þá í fjármálaráðuneytið eða frekari hrókeringar verða. Sérstök ráðherranefnd verður sett á laggirnar nú strax í ársbyrjun til að fjalla um og undirbúa breytingarnar á stjórnarráðinu, sem munu snúa að stofnun atvinnuvegaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Hinu síðarnefnda er ætlað að taka yfir málaflokka er varða auðlindanýtingu, til að mynda orkumálin úr iðnaðarráðuneytinu og hafrannsóknir úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í atvinnuvegaráðuneytinu sameinast verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og viðskiptahluta efnahags- og viðskiptaráðuneytisins – þeirra á meðal bankamál. Rætt er um að önnur verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytisins skiptist á milli fjármála- og forsætisráðuneyta. stigur@frettabladid.is Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir býst við að stíga úr stóli fjármálaráðherra í lok sumars. Ráðherranefnd mun endurskipuleggja stjórnarráðið. Verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytis gætu skipst á milli þriggja annarra. „Auðvitað verður að vera samfella í þessu starfi. Ég kem ekki og rústa öllu því sem Steingrímur hefur verið að gera – langt frá því," segir Oddný G. Harðardóttir, nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur störf í dag. Oddný tók við lyklum að ráðuneytinu af Steingrími J. Sigfússyni á gamlársdag. Steingrími voru á móti færð lyklavöldin að bæði efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu úr höndum Árna Páls Árnasonar og Jóns Bjarnasonar. Oddný, sem var bæjarstjóri í Garði áður en hún settist á þing árið 2009, hefur verið þingflokksformaður Samfylkingarinnar og þar áður formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hún segir að þótt stjórnarflokkarnir tveir séu ólíkir – hafi að geyma ólíkt fólk og starfi eftir ólíkum stefnum – þá muni ekki endilega ýkja mikið breytast við að ráðuneyti fjármála flytjist milli flokkanna. „Við í stjórnarmeirihlutanum erum búin að samþykkja fjögurra ára plan og ég vinn eftir því," segir Oddný. Á næstu vikum fer Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í barneignarleyfi. Eftir það stendur til að leggja iðnaðarráðuneytið niður og skipta verkefnum þess á milli nýs atvinnuvegaráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis Svandísar Svavarsdóttur. Katrín snýr aftur úr fæðingarorlofi í sumarlok og þá á Oddný von á að hverfa aftur úr ríkisstjórninni. „Ég bara geri ráð fyrir því. Ég hef svo sem ekki farið yfir það sérstaklega með Jóhönnu, en þegar Katrín kemur hún aftur þarf ein kona að fara út úr stjórninni fyrir hana og ekki verður það Jóhanna. Ég tek bara þennan sprett fyrir flokkinn minn," segir hún. Ekki liggur fyrir hvort Katrín fer þá í fjármálaráðuneytið eða frekari hrókeringar verða. Sérstök ráðherranefnd verður sett á laggirnar nú strax í ársbyrjun til að fjalla um og undirbúa breytingarnar á stjórnarráðinu, sem munu snúa að stofnun atvinnuvegaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Hinu síðarnefnda er ætlað að taka yfir málaflokka er varða auðlindanýtingu, til að mynda orkumálin úr iðnaðarráðuneytinu og hafrannsóknir úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í atvinnuvegaráðuneytinu sameinast verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og viðskiptahluta efnahags- og viðskiptaráðuneytisins – þeirra á meðal bankamál. Rætt er um að önnur verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytisins skiptist á milli fjármála- og forsætisráðuneyta. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira