Innlent

Frummatsskýrsla um snjóflóðavarnir kynnt

Ísafjörður.
Ísafjörður.
Frummatsskýrsla um „ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði" hefur verið lögð til athugunar og kynningar hjá Skipulagsstofnun. Skýrslan fer í auglýsingu rétt fyrir eða eftir áramót og hefst þá formlega kynningarferlið. Skýrsluna er hægt að nálgast á vef Náttúrufræðistofnunar Vestfjarðar ásamt teikningum og fylgiskjölum.

Kynningarferlið tekur 6 vikur og hefst það þegar frummatsskýrslan hefur verið auglýst. Allir geta komið með ábendingar og/eða athugasemdir við framkvæmdina (frummatsskýrsluna) en þær þurfa að berast Skipulagsstofnun innan kynningartímans.

Ísafjarðarbær mun kynna framkvæmdina fyrir opnum fundi í byrjun janúar og verður fundurinn auglýstur fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×