Innlent

Tekinn ölvaður undir stýri: Ákvað að taka "sénsinn"

Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. úr safni
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur um helgina í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Einn af þeim, sem tekin var við Flúðir á nýársnótt, sagði við lögreglumenn að hann ákveðið að taka „sénsinn" þar sem lögreglumenn væru lítið á ferðinni á svæðinu. Annað kom þó í ljós og fær hann eflaust ákæruna senda heim til sín á næstu vikum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi segir að á fimmtudagskvöld hafi lögreglumenn haft afskipti af þremur 13 ára drengjum sem gerðu sér að leik að stilla flugeldatertu framan við rúðu í Almarsbakarí á Selfossi með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði. „Piltarnir höfðu fengið annan eldri til að kaupa fyrir sig flugeldadót sem þeir sprengdu hér og þar um bæinn. Drengirnir eru ósakhæfir en barnaverndaryfirvöld munu fá formlega tilkynningu um atvikið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×