Innlent

Skip og bátar streyma á sjó eftir hátíðarnar

Skip og bátar fóru að streyma úr höfnum umhverfis allt land upp úr miðnætti, eftir að jólaleyfi sjómanna var liðið.

Nú er þokkalegt veður á öllum nærmiðum þannig að ferskur fiskur verður brátt á boðstólnum, en að sögn fisksala er það vinsæll matur eftir kjötneysluna yfir hátíðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×