Barnabækur rifnar úr hillum bókasafns 18. febrúar 2012 05:30 Líflegt hefur verið um að litast á Barnabókasetrinu, sem hefur verið opið í tvær vikur í dag. mynd/amtsbókasafnið á akureyri Fleira fólk leggur leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri en áður. Starfsfólkið tengir fjölgunina við umræðu um lestur barna. Mjög ánægjulegt að fólk skuli bregðast við og lesa fyrir börnin, segir Hólmsteinn Hreinsson amtsbókavörður. Aðsókn og útlán á Amtsbókasafninu á Akureyri hafa aukist mikið á síðustu vikum. Bókasafnið hefur opnað sýningu um yndislestur og opnað barnabókasetur, en amtsbókavörðurinn segir almenna umræðu um lestur barna einnig hafa ýtt við fólki. „Við tókum eftir því að barnabókunum í barnadeildinni hjá okkur fækkaði, þær bara hurfu,“ segir Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður. Hann segir að til hafi verið aukaeintök af bókum í geymslu og því hafi verið hægt að bæta við bókum. „Þá fórum við að gefa því gaum að það væri mikið af fólki að koma með börnin sín.“ Í kjölfarið hafi starfsfólkið veitt því athygli að fólk hafi komið til að fá ný bókasafnsskírteini, margir hafi framvísað gömlum skírteinum sem eru ekki lengur í notkun og margir sögðust ekki hafa komið á bókasafnið í langan tíma fyrr en nú. „Okkur fannst þetta afskaplega gleðilegt og ánægjulegt og rekjum þetta beint til þessarar umræðu. Það er mjög ánægjulegt að fólk skuli bregðast við, það vísar til þess að menn séu að vakna, segir Hólmkell. Hann segir umræðu í samfélaginu og fréttir af dvínandi áhuga og lestrargetu barna hafa náð til fólks. „Og það sem mér finnst ekki síður mikilvægt er upplifunin af því ef fólk er farið að lesa fyrir börnin sín. Það er gott fyrir foreldrana og börnin.“ Fyrir hálfum mánuði var opnað Barnabókasetur á bókasafninu í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Minjasafnið. Samhliða því var opnuð sýningin Yndislestur æsku minnar, þar sem þekkt fólk var fengið til að birta hugleiðingar um minnisstæða barnabók. „Í kringum opnunina varð mikil umræða á Akureyri, sem kemur í framhaldi af umræðunni á landsvísu. Ég held að þetta sé allt að hjálpast að. Það er ekki bara af því að við gerðum þetta hér. Fólk sér líka að þarna er eitthvað sem það getur gert í málunum, sem er bæði gott og einstaklega ódýrt.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Sjá meira
Fleira fólk leggur leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri en áður. Starfsfólkið tengir fjölgunina við umræðu um lestur barna. Mjög ánægjulegt að fólk skuli bregðast við og lesa fyrir börnin, segir Hólmsteinn Hreinsson amtsbókavörður. Aðsókn og útlán á Amtsbókasafninu á Akureyri hafa aukist mikið á síðustu vikum. Bókasafnið hefur opnað sýningu um yndislestur og opnað barnabókasetur, en amtsbókavörðurinn segir almenna umræðu um lestur barna einnig hafa ýtt við fólki. „Við tókum eftir því að barnabókunum í barnadeildinni hjá okkur fækkaði, þær bara hurfu,“ segir Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður. Hann segir að til hafi verið aukaeintök af bókum í geymslu og því hafi verið hægt að bæta við bókum. „Þá fórum við að gefa því gaum að það væri mikið af fólki að koma með börnin sín.“ Í kjölfarið hafi starfsfólkið veitt því athygli að fólk hafi komið til að fá ný bókasafnsskírteini, margir hafi framvísað gömlum skírteinum sem eru ekki lengur í notkun og margir sögðust ekki hafa komið á bókasafnið í langan tíma fyrr en nú. „Okkur fannst þetta afskaplega gleðilegt og ánægjulegt og rekjum þetta beint til þessarar umræðu. Það er mjög ánægjulegt að fólk skuli bregðast við, það vísar til þess að menn séu að vakna, segir Hólmkell. Hann segir umræðu í samfélaginu og fréttir af dvínandi áhuga og lestrargetu barna hafa náð til fólks. „Og það sem mér finnst ekki síður mikilvægt er upplifunin af því ef fólk er farið að lesa fyrir börnin sín. Það er gott fyrir foreldrana og börnin.“ Fyrir hálfum mánuði var opnað Barnabókasetur á bókasafninu í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Minjasafnið. Samhliða því var opnuð sýningin Yndislestur æsku minnar, þar sem þekkt fólk var fengið til að birta hugleiðingar um minnisstæða barnabók. „Í kringum opnunina varð mikil umræða á Akureyri, sem kemur í framhaldi af umræðunni á landsvísu. Ég held að þetta sé allt að hjálpast að. Það er ekki bara af því að við gerðum þetta hér. Fólk sér líka að þarna er eitthvað sem það getur gert í málunum, sem er bæði gott og einstaklega ódýrt.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Sjá meira