Brúin getur orðið að veruleika á þarnæsta ári Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. ágúst 2012 20:14 Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna. Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið. Borgarstjóri- og bæjarstjórinn í Kópavogi hittust á fundi í gær þar sem ræddur var möguleikinn á því að reisa brúna. Báðir virðast þeir áhugasamir þó engin endanleg ákvörðun hafi enn verið tekin. Borgarstjóri er bjartsýnn á að brúin verði að veruleika á allra næstu árum. „Hún gæti nú orðið að veruleika kannski á þar næsta ári," segir Jón Gnarr. Þá telur hann að framkvæmdir gætu jafnvel hafist seint á næsta ári. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir kostnað við verkefnið ekki liggja fyrir. „Það skiptir náttúrulega öllu máli hvernig hönnunin verður á brúnni. Þannig að maður hefur heyrt þetta 300 milljónir, 500 milljónir, milljarð, þannig það er ekki hægt að svara því núna. Þegar að hönnun liggur fyrir þá auðvitað er hægt að fara að reikna út kostnaðinn. Þetta eru auðvitað talsverðir peningar. En þegar þessi tvö stærstu sveitarfélög landsins taka saman, þetta er jú hjólreiða- og göngustígatenging, þá sé ég fyrir mér að ríkið og Vegagerðin komi inn í það líka þannig að þetta geti orðið svona eitt allsherjar samvinnuverkefni," sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Ég bind miklar vonir við að ef að við náum að framkvæma þetta að þetta muni auka möguleika fólks á að hjóla eða ganga og um leið draga úr umferðarþunga. Þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er samgöngubót fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu," segir Jón Gnarr. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna. Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið. Borgarstjóri- og bæjarstjórinn í Kópavogi hittust á fundi í gær þar sem ræddur var möguleikinn á því að reisa brúna. Báðir virðast þeir áhugasamir þó engin endanleg ákvörðun hafi enn verið tekin. Borgarstjóri er bjartsýnn á að brúin verði að veruleika á allra næstu árum. „Hún gæti nú orðið að veruleika kannski á þar næsta ári," segir Jón Gnarr. Þá telur hann að framkvæmdir gætu jafnvel hafist seint á næsta ári. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir kostnað við verkefnið ekki liggja fyrir. „Það skiptir náttúrulega öllu máli hvernig hönnunin verður á brúnni. Þannig að maður hefur heyrt þetta 300 milljónir, 500 milljónir, milljarð, þannig það er ekki hægt að svara því núna. Þegar að hönnun liggur fyrir þá auðvitað er hægt að fara að reikna út kostnaðinn. Þetta eru auðvitað talsverðir peningar. En þegar þessi tvö stærstu sveitarfélög landsins taka saman, þetta er jú hjólreiða- og göngustígatenging, þá sé ég fyrir mér að ríkið og Vegagerðin komi inn í það líka þannig að þetta geti orðið svona eitt allsherjar samvinnuverkefni," sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Ég bind miklar vonir við að ef að við náum að framkvæma þetta að þetta muni auka möguleika fólks á að hjóla eða ganga og um leið draga úr umferðarþunga. Þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er samgöngubót fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu," segir Jón Gnarr.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira