Innlent

Bandaríska neyðarlínan 911 bað Gæsluna um aðstoð

Bandaríska neyðarlínan 911 hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna skilaboða um gerfitungl á sjöunda tímanum í gærkvöldi, frá svonefndum persónuneyðarsendi, sem benti til þess að einhver væri í neyð vestur á Ströndum.

Lögregla á Ísafirði kallaði út björgunarsveit, en svo vel vildi til að þyrla frá Landhelgisgæslunni var á eftirlitsflugi þar skammt frá. Hún lenti hjá ferðamanninum og flutti hann á sjúkrahúsið á Ísafirði, þangað sem komið var með hann aðeins hálftíma eftir að neyðarkallið barst.

Maðurinn, sem er erlendur og var einn á ferð í Fljótavík, var meiddur á höfði og snúinn á ökla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×