Íslenskar fótboltastjörnur hvetja til lesturs 14. nóvember 2012 10:15 Þeir sem unna íslensku hafa haft vaxandi áhyggjur af minnkandi lestri barna og ungmenna undanfarin ár og hafa ýmsir hópar hist og rætt hvað gera skuli. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur segir flesta skólar hafa ýtt undir lestur með margvíslegum hætti upp á síðkastið, t.d. með yndislestri, lestarkeppni, spurningarkeppni upp úr bókum og fleiru. "Mig langaði að leggja mitt lóð á vogarskálarnir, fyrir utan það að skrifa fyrir þennan aldurshóp og mest langaði mig að fá flottar fyrirmyndir til liðs við mig." Knattspyrnukapparnir Gylfi Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson voru meira en til í slaginn enda hetjur sem höfða til pilta, hvort sem þeir hafa áhuga á íþróttum eða ekki. Á sama tíma og hugmynd kviknaði hjá Þorgrími fékk hann símtal frá Skúla Mogesen sem sagðist vilja leggja því lið að hvetja stráka til að lesa meira -- af því hann hafði verið að skoða niðurstöður rannsókna sem sýndu að 25% unglingspilta gætu ekki lengur lesið sér til gagns. Þessi tvö glæsilegu plaköt eru afrakstur þess að þeir létu þetta mál sig varða og eiga fótboltagaurarnir þakkir skildar segir Þorgrímur. Við gerð plakatanna voru margar skemmtilegar myndir teknar af þeim Gylfa og Kolbeini, eins og sjá má á Facebook síðunni ,,Bókaðu þig" m.a. þar sem kapparnir eru að undirbúa sig fyrir landsleik en annar er svo upptekinn við bóklestur að hann er að verða of seinn í leikinn. Að lokum var ákveðið að nota slagorðið BÓKAÐU ÞIG. Á næstu vikum verður plakötunum dreift í skóla, íþróttahús, félagsmiðstöðvar, sundlaugar, bókasöfn og víðar og þau munu liggja frammi á ýmsum stöðum. "Til að auka á fjölbreytnina og virkja lesendur þá ákváðum við að verðlauna nokkra sem senda inn mynd af sér á síðuna Bókaður þig -- með uppáhaldsbókinni sinni. Fyrir jól fá 5 heppnir einstaklingar áritaða bók eftir mig og í janúar verður heppin ,,innsendandi" dreginn út og fær flugmiða fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum WOW." Allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína en það var Erling Aðalsteinsson ljósmyndari sem tók myndirnar og Brandenborg sá um að hanna plakötin. "Á næstu mánuðum er mjög líklegt að fleiri fyrirmyndir poppi upp á plakötum, Facebook síðunni og víðar,"segir Þorgrímur að lokum."Íslenskir strákar lesa allt of lítið. Það er ósættanlegt. Bækur eru skemmtilegar, heillandi, fræðandi og það er til meira en nóg af þeim fyrir alla. Ekki dragast aftur úr lestrinum. Takið ykkur á strákar - og bókið ykkur!" segir Gylfi Sigurðssonhttp://www.facebook.com/bokaduthig#!/bokaduthigGóð bók hittir alltaf í mark! Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þeir sem unna íslensku hafa haft vaxandi áhyggjur af minnkandi lestri barna og ungmenna undanfarin ár og hafa ýmsir hópar hist og rætt hvað gera skuli. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur segir flesta skólar hafa ýtt undir lestur með margvíslegum hætti upp á síðkastið, t.d. með yndislestri, lestarkeppni, spurningarkeppni upp úr bókum og fleiru. "Mig langaði að leggja mitt lóð á vogarskálarnir, fyrir utan það að skrifa fyrir þennan aldurshóp og mest langaði mig að fá flottar fyrirmyndir til liðs við mig." Knattspyrnukapparnir Gylfi Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson voru meira en til í slaginn enda hetjur sem höfða til pilta, hvort sem þeir hafa áhuga á íþróttum eða ekki. Á sama tíma og hugmynd kviknaði hjá Þorgrími fékk hann símtal frá Skúla Mogesen sem sagðist vilja leggja því lið að hvetja stráka til að lesa meira -- af því hann hafði verið að skoða niðurstöður rannsókna sem sýndu að 25% unglingspilta gætu ekki lengur lesið sér til gagns. Þessi tvö glæsilegu plaköt eru afrakstur þess að þeir létu þetta mál sig varða og eiga fótboltagaurarnir þakkir skildar segir Þorgrímur. Við gerð plakatanna voru margar skemmtilegar myndir teknar af þeim Gylfa og Kolbeini, eins og sjá má á Facebook síðunni ,,Bókaðu þig" m.a. þar sem kapparnir eru að undirbúa sig fyrir landsleik en annar er svo upptekinn við bóklestur að hann er að verða of seinn í leikinn. Að lokum var ákveðið að nota slagorðið BÓKAÐU ÞIG. Á næstu vikum verður plakötunum dreift í skóla, íþróttahús, félagsmiðstöðvar, sundlaugar, bókasöfn og víðar og þau munu liggja frammi á ýmsum stöðum. "Til að auka á fjölbreytnina og virkja lesendur þá ákváðum við að verðlauna nokkra sem senda inn mynd af sér á síðuna Bókaður þig -- með uppáhaldsbókinni sinni. Fyrir jól fá 5 heppnir einstaklingar áritaða bók eftir mig og í janúar verður heppin ,,innsendandi" dreginn út og fær flugmiða fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum WOW." Allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína en það var Erling Aðalsteinsson ljósmyndari sem tók myndirnar og Brandenborg sá um að hanna plakötin. "Á næstu mánuðum er mjög líklegt að fleiri fyrirmyndir poppi upp á plakötum, Facebook síðunni og víðar,"segir Þorgrímur að lokum."Íslenskir strákar lesa allt of lítið. Það er ósættanlegt. Bækur eru skemmtilegar, heillandi, fræðandi og það er til meira en nóg af þeim fyrir alla. Ekki dragast aftur úr lestrinum. Takið ykkur á strákar - og bókið ykkur!" segir Gylfi Sigurðssonhttp://www.facebook.com/bokaduthig#!/bokaduthigGóð bók hittir alltaf í mark!
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira