Gefa út einstakt smárit um list 23. júlí 2012 11:00 Frosti Gnarr Stúdíó er staðsett úti á Gróttu og er nafn Grotta Zine dregið af því. Hér eru Hilmir Berg, Giuseppe Russo og Frosti Gnarr saman með fyrsta tölublaðið. Fréttablaðið/Ernir „Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta," segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni. „Þetta er smárit eða það sem kallast á ensku „zine"," segir Frosti um ritið sem telur 36 blaðsíður í A5 broti. Hann er listrænn stjórnandi og forstjóri grafísku hönnunarstofunnar Frosti Gnarr Stúdíó, sem annast alla framleiðslu ritsins. Stofan varð að fullstarfandi fyrirtæki í júní og er staðsett úti á Gróttu á Seltjarnarnesi en staðurinn er uppspretta nafns smáritsins. Auk Frosta annast Giuseppe Russo, framkvæmdastjóri stofunnar, framleiðslu blaðsins ásamt góðum hópi fólks. Listamaður fyrstu útgáfunnar er Sigurður Angantýsson Hólm sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður í vor. „Þetta verður þverfaglegt. Við ætlum að sýna verk eftir myndlistarmenn, grafíska hönnuði, tónlistarmenn og ljósmyndara. Við viljum ekki endilega festa okkur í myndlistinni heldur taka fyrir listamenn sem okkur finnst vera að gera eitthvað merkilegt eða sérstakt," segir Frosti og bætir við: „Þetta er tilraun til að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir menninguna." „Hver forsíða er einstök og handgerð," segir Frosti en upplag hvers tölublaðs er einungis 500 eintök og er hver forsíða handmáluð af listamanninum. Hægt er að kaupa ritið í fimm verslunum fyrir utan Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Eymundsson, sem gerði sölusamning við stofuna á dögunum. -hþt Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta," segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni. „Þetta er smárit eða það sem kallast á ensku „zine"," segir Frosti um ritið sem telur 36 blaðsíður í A5 broti. Hann er listrænn stjórnandi og forstjóri grafísku hönnunarstofunnar Frosti Gnarr Stúdíó, sem annast alla framleiðslu ritsins. Stofan varð að fullstarfandi fyrirtæki í júní og er staðsett úti á Gróttu á Seltjarnarnesi en staðurinn er uppspretta nafns smáritsins. Auk Frosta annast Giuseppe Russo, framkvæmdastjóri stofunnar, framleiðslu blaðsins ásamt góðum hópi fólks. Listamaður fyrstu útgáfunnar er Sigurður Angantýsson Hólm sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður í vor. „Þetta verður þverfaglegt. Við ætlum að sýna verk eftir myndlistarmenn, grafíska hönnuði, tónlistarmenn og ljósmyndara. Við viljum ekki endilega festa okkur í myndlistinni heldur taka fyrir listamenn sem okkur finnst vera að gera eitthvað merkilegt eða sérstakt," segir Frosti og bætir við: „Þetta er tilraun til að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir menninguna." „Hver forsíða er einstök og handgerð," segir Frosti en upplag hvers tölublaðs er einungis 500 eintök og er hver forsíða handmáluð af listamanninum. Hægt er að kaupa ritið í fimm verslunum fyrir utan Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Eymundsson, sem gerði sölusamning við stofuna á dögunum. -hþt
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira