Innlent

Leit hafin að erlendu pari

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hér má sjá myndir af fólkinu sem leitað er að.
Hér má sjá myndir af fólkinu sem leitað er að.
Ekkert hefur spurst til erlends pars sem er á ferðalagi hér á landi frá 14. júlí síðastliðnum. Lögreglan á Hvolsvelli er að hefja leit og eftirgrennslan að parinu, en þau heita Max, sem er 22 ára frá Þýskalandi, og Nicky, sem er 29 ára frá Austurríki.

Fólkið ætlaði að láta vita af sér á miðvikudag í síðustu viku en hefur ekki gert það. Þegar heyrðist til þeirra þann 14. júlí voru þau stödd austan Torfajökuls. Lögreglan biður þá sem geta mögulega gefið einhverjar upplýsingar um fólkið að hafa samband í síma 4884110.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×