Innlent

Allt verði gert til að þrýsta á um vopnahlé í Sýrlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hópur fólks kom saman til samstöðufundar í dag vegna Sýrlands.
Hópur fólks kom saman til samstöðufundar í dag vegna Sýrlands. mynd/ vilhelm.
Borgarastyrjöld í Sýrlandi bitnar helst á óbreyttum borgurum en nú þegar er talið að um tuttugu þúsund manns hafi fallið í átökum stríðandi fylkinga, segir í ályktun samstöðufundar með almenningi í Sýrlandi. Fundurinn lýsir yfir hryggð sinni vegna þess hörmungarástands sem nú ríkir í Sýrlandi og stuðningi sínum með almenningi í landinu.

„Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis, bæði stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstaða, geri allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á alþjóðastofnanir og önnur ríki um að beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi og friðsamlegri lausn deilumála. Umheimurinn getur ekki og má ekki standa aðgerðarlaus hjá þegar tugþúsundir saklausra barna, kvenna og karla eru stráfelld í þeirri valdabaráttu sem nú á sér stað í Sýrlandi," segir í ályktun fundarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×