Sýna Sýrlendingum stuðning Karen Kjartansdóttir skrifar 25. júlí 2012 14:04 Heimir Már Pétursson verður fundarstjóri. Tuttugu þúsund manns hafa nú fallið í Sýrlandi, eða tvöþúsund fleiri en búa á Akureyri. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Ingólfstorgi í dag með almenningi í Sýrlandi. Samstöðu- og mótmælafundurinn hefst klukkan þrjú í dag. Til fundarins er boðað vegna þeirra stigmagnandi átaka og borgarastríðs sem geisað hefur í landinu undanfarin misseri. Á fundinum ætlar Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður sem þekkir ástand mála í þessum heimshluta betur en flestir aðrir Íslendingar flytja ávarp og tónlistarmennirnir Bjartmar Guðlaugsson og Rúnar Þór flytja nokkur lög við hæfi. Fundarstjóri er Heimir Már Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hinseginn daga. "Síðan verður borin upp stutt ályktun með áskorun til stjórnvalda um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á um friðsamlega lausn mála þarna. Auðvitað er Ísland ekki gerandi þarna en við getum þá lagt okkar litla lóð á vogarskálarnar og sýnt að almenningur hér er að hlusta og þrýstir á," segir Heimir. Heimir hvetur fólk til að mæta og sýna samstöðu með börnum, konum og körlum í Sýrlandi. Morð á saklausum óbreyttum borgurum fái aðeins þrifist ef umheimurinn standi þögull hjá og leyfi þeim að gerast. Þess vegna sé nauðsynlegt að almenningur um allan heim láti í sér heyra og krefjist þess að morðöldunni linni. "Núna hafa 20.000 manns fallið í valinn í Sýrlandi, það er 2000 fleiri en búa á Akureyri," segir Heimir til að setja mannfallið í íslenskt samhengi. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að einhverjir hafa sett sig í samband við Jóhönnu Kristjónsdóttur vegna mótmælanna og haft uppi hótanir. "Það er einstaklega ósmekklegt að vera að Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem er ákaflega vönduð kona og hefur ekki lagt annað til málanna en uppbyggilega hluti. Auðvitað eru alltaf einhverjir vanstilltir einstaklingar sem ekki geta setið á sér en þetta er friðsamlegur fundur sem er ætlað að hvetja til friðar í landi sem mikill ófriður ríkir í," segir Heimir. Þeir sem vilja styðja stríðshrjáð börn í Sýrlandi er svo bent á að fulltrúar Fatímusjóðsins, taka á móti styrktarframlögum á fundarsvæðinu. Fatímusjóðinn stofnaði Jóhanna Kristjónsdóttir árið 2005 og er honum ætlað að styrkja fátæk börn. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Tuttugu þúsund manns hafa nú fallið í Sýrlandi, eða tvöþúsund fleiri en búa á Akureyri. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Ingólfstorgi í dag með almenningi í Sýrlandi. Samstöðu- og mótmælafundurinn hefst klukkan þrjú í dag. Til fundarins er boðað vegna þeirra stigmagnandi átaka og borgarastríðs sem geisað hefur í landinu undanfarin misseri. Á fundinum ætlar Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður sem þekkir ástand mála í þessum heimshluta betur en flestir aðrir Íslendingar flytja ávarp og tónlistarmennirnir Bjartmar Guðlaugsson og Rúnar Þór flytja nokkur lög við hæfi. Fundarstjóri er Heimir Már Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hinseginn daga. "Síðan verður borin upp stutt ályktun með áskorun til stjórnvalda um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á um friðsamlega lausn mála þarna. Auðvitað er Ísland ekki gerandi þarna en við getum þá lagt okkar litla lóð á vogarskálarnar og sýnt að almenningur hér er að hlusta og þrýstir á," segir Heimir. Heimir hvetur fólk til að mæta og sýna samstöðu með börnum, konum og körlum í Sýrlandi. Morð á saklausum óbreyttum borgurum fái aðeins þrifist ef umheimurinn standi þögull hjá og leyfi þeim að gerast. Þess vegna sé nauðsynlegt að almenningur um allan heim láti í sér heyra og krefjist þess að morðöldunni linni. "Núna hafa 20.000 manns fallið í valinn í Sýrlandi, það er 2000 fleiri en búa á Akureyri," segir Heimir til að setja mannfallið í íslenskt samhengi. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að einhverjir hafa sett sig í samband við Jóhönnu Kristjónsdóttur vegna mótmælanna og haft uppi hótanir. "Það er einstaklega ósmekklegt að vera að Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem er ákaflega vönduð kona og hefur ekki lagt annað til málanna en uppbyggilega hluti. Auðvitað eru alltaf einhverjir vanstilltir einstaklingar sem ekki geta setið á sér en þetta er friðsamlegur fundur sem er ætlað að hvetja til friðar í landi sem mikill ófriður ríkir í," segir Heimir. Þeir sem vilja styðja stríðshrjáð börn í Sýrlandi er svo bent á að fulltrúar Fatímusjóðsins, taka á móti styrktarframlögum á fundarsvæðinu. Fatímusjóðinn stofnaði Jóhanna Kristjónsdóttir árið 2005 og er honum ætlað að styrkja fátæk börn.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira