Innlent

Niðurstöður kosninganna sigur fyrir lýðræðisþróun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. mynd/ daníel.
„Niðurstöður forsetakosninganna eru sigur fyrir lýðræðisþróun á Íslandi frekar en persónulegur sigur minn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina France 24. Viðtalið var birt í dag. Í viðtalinu þverneitaði hann því að forsetaembættið á Íslandi væri einungis táknrænt. Það hefði verið skipað þannig frá upphafi að forsetinn ætti að vera mótvægi ef þjóðin væri óánægð með ákvarðanir sem þingið tæki.

Ólafur Ragnar benti á að niðurstöður nýafstaðinna forsetakosninga mætti að hluta til rekja til ákvarðana hans um að vísa Icesave í þjóðaratkvæði, en vakti jafnframt máls á því að sú ákvörðun hefði mætt andstöðu. „Það var ekki bara íslenska ríkisstjórnir heldur voru allar ríkisstjórnir í Evrópu á móti ákvörðun minni," sagði hann. Hann sagði jafnframt að leiðtogar í Evrópu þyrftu að hugsa sinn gang varðandi Icesave málið. „Leiðtogar Evrópusambandsins og Evrópuríkja ættu að taka til íhugunar hvers vegna árið 2009 þau studdu öll þessar kröfur Breta og Hollendinga að venjulegt fól ká íslandi ættu að greiða skuldir fallins einkabanka," sagði hann.

Hér má sjá viðtalið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×