Mótmælir því að hafa fjárfest án rannsóknar 6. febrúar 2012 06:00 Helgi Magnússon Helgi Magnússon,formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir tjón lífeyrissjóðanna við hrunið auðvitað tilfinnanlegt. Mikilvægt sé hins vegar að miða við tímann frá hruni. Þá sé heildarrýrnunin um 380 milljarðar króna en ekki 480 milljarðar. „Lífeyrisjóðirnir fengu högg sem nam einum fimmta af eignum en þeir stóðu samt af sér hrunið og eru að eflast á nýjan leik. Til samanburðar er nauðsynlegt að hafa í huga að aðrar helstu fjármálastofnanir landsins hrundu til grunna í hruninu,“ segir Helgi. Þá segir Helgi að setja þurfi málið í samhengi við það sem gerðist erlendis þar sem eignir sjóða rýrnuðu einnig þótt þar hafi ekki orðið viðlíka hrun. Í því ljósi sé ekki óeðlilegt þótt íslensku sjóðirnir hafi orðið fyrir áfalli. Margháttaðar breytingar hafi verið gerðar eftir hrun og skerpt á reglum.“ Að sögn Helga er í skýrslu úttektarnefndarinnar ýmsar ábendingar sem lífeyrissjóðirnir hljóti að þurfa að taka mið af. Spurður um gagnrýni í úttektinni segir hann að hafa þurfi í huga að lífeyrissjóðirnir hafi staðið hrunið af sér betur en flestir aðrir. „Auðvitað þurfum við að hafa í huga ábendingar og athugasemdir. Sumu af því er maður sammála en annað er með þeim hætti að maður mótmælir,“ segir Helgi og boðar rökstuddar athugasemdir á næstunni. „Við mótmælum því að við höfum ekki kynnt okkur málin nógu vel,“ segir Helgi sem kveður stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fylgjast mjög náið með fjárfestingum. „Við erum ekki sammála þessari gagnrýni hvað okkar sjóð varðar.“ Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir margar gagnlegar ábendingar í skýrslu úttektarnefndarinnar. „Það sem við höfum verið að gera frá hruni er að efla eignastýringuna og áhættustýringuna og síðan verkferla og formlegheit öll sem réttilega var bent á af nefndinni að þurfti að bæta. Ég tek undir að það vantaði upp á formlegheitin; að skrá niður og slíkt,“ segir Árni. - gar Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Helgi Magnússon,formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir tjón lífeyrissjóðanna við hrunið auðvitað tilfinnanlegt. Mikilvægt sé hins vegar að miða við tímann frá hruni. Þá sé heildarrýrnunin um 380 milljarðar króna en ekki 480 milljarðar. „Lífeyrisjóðirnir fengu högg sem nam einum fimmta af eignum en þeir stóðu samt af sér hrunið og eru að eflast á nýjan leik. Til samanburðar er nauðsynlegt að hafa í huga að aðrar helstu fjármálastofnanir landsins hrundu til grunna í hruninu,“ segir Helgi. Þá segir Helgi að setja þurfi málið í samhengi við það sem gerðist erlendis þar sem eignir sjóða rýrnuðu einnig þótt þar hafi ekki orðið viðlíka hrun. Í því ljósi sé ekki óeðlilegt þótt íslensku sjóðirnir hafi orðið fyrir áfalli. Margháttaðar breytingar hafi verið gerðar eftir hrun og skerpt á reglum.“ Að sögn Helga er í skýrslu úttektarnefndarinnar ýmsar ábendingar sem lífeyrissjóðirnir hljóti að þurfa að taka mið af. Spurður um gagnrýni í úttektinni segir hann að hafa þurfi í huga að lífeyrissjóðirnir hafi staðið hrunið af sér betur en flestir aðrir. „Auðvitað þurfum við að hafa í huga ábendingar og athugasemdir. Sumu af því er maður sammála en annað er með þeim hætti að maður mótmælir,“ segir Helgi og boðar rökstuddar athugasemdir á næstunni. „Við mótmælum því að við höfum ekki kynnt okkur málin nógu vel,“ segir Helgi sem kveður stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fylgjast mjög náið með fjárfestingum. „Við erum ekki sammála þessari gagnrýni hvað okkar sjóð varðar.“ Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir margar gagnlegar ábendingar í skýrslu úttektarnefndarinnar. „Það sem við höfum verið að gera frá hruni er að efla eignastýringuna og áhættustýringuna og síðan verkferla og formlegheit öll sem réttilega var bent á af nefndinni að þurfti að bæta. Ég tek undir að það vantaði upp á formlegheitin; að skrá niður og slíkt,“ segir Árni. - gar
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira