Fyrirsætan Heidi Klum, sem nýlega skildi við Seal, sambýlismann sinn til margra ára, er farin að slá sér upp með Martin Kirsten, lifverði sínum. Katie Couric spurði hana út í þetta ástarsamband í viðtalsþætti sínum. Þar neitaði hún ekki sögusögnunum en hún játaði því ekki heldur. „Martin er frábær maður og nú nýlega fórum við að kynnast hvort öðru á annan hátt," sagði hún. Heimildarmaður People slúðurtímaritsins segir að staðan sé mjög flókin á milli Klum og Kirsten, en hann sé helsti trúnaðarvinur hennar.
Heidi Klum komin í samband með lífverði sínum

Mest lesið



Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann
Tíska og hönnun



Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025
Lífið samstarf



