Eimskip hefur tekið í notkun nýtt snjallforrit (eða „app") sem býður viðskiptavinum fyrirtækisins upp á að fá nákvæmar rauntímaupplýsingar í snjallsíma um stöðu sendinga.
Forritið sýnir einnig nákvæma staðsetningu skipa félagsins, áætlun og siglingaleiðir, auk annarra upplýsinga. „Það eina sem þarf að gera er að tengjast ePORT þjónustuvef Eimskips og slá inn sendingarnúmer," er í tilkynningu haft eftir Gunnari Vali Steindórssyni, verkefnastjóra hjá Eimskipi.- óká
Staða sendinga sést í snjallsíma
