Kameljón Álfrúnar sett upp í Kúlunni 15. ágúst 2012 19:00 Segir mikið álag á leikara að halda uppi heilli sýningu einn síns liðs en í Kameljóni reynir ekki síður á danshæfileika hennar en leikhæfileika. Álfrún Örnólfsdóttir frumsýnir einleikinn Kameljón á leiklistarhátíðinni Lókal eftir rétta viku. Álfrún fékk systur sína, Margréti Örnólfsdóttur rithöfund, til liðs við sig en þetta er fyrsta verkið sem hún semur fyrir leiksvið. "Ferðalag einnar leikkonu um villugjarnar lendur sjálfsins." Svo er Kameljóninu, nýjum einleik Álfrúnar Örnólfsdóttur, lýst en hann verður frumsýndur í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu 22. ágúst næstkomandi. Höfundur er Margrét Örnólfsdóttir, systir Álfrúnar, en Friðgeir Einarsson, félagi leikkonunnar úr leikhópnum ''Ég og vinir mínir'', leikstýrir. "Ég fékk Möggu systur og Friðgeir til liðs við mig því ég vildi gera verk um manneskju sem dregur óhóflega mikinn dám af fólkinu sem hún umgengst og litast af aðstæðunum sem hún lendir í; er eins konar félagslegt kameljón. Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því hins vegar að hún er búin að týna sjálfri sér og fer því á stúfana til að finna sig." Álfrún segist kannast við þennan eiginleika úr eigin fari og það hafi verið kveikjan að verkinu. "Ég held að margir kannist við svona áhrifagirni, hrifnæmi, meðvirkni eða hvað við viljum kalla það. Í verkinu tökum við hins vegar þennan eiginlega og ýkjum hann rækilega svo persónan sem ég leik er mun öfgafyllri og ýktari en ég nokkurn tímann." Álfrún segir sýninguna af svipuðum meiði og þær sem leikhópurinn Ég og vinir mínir hefur vakið athygli fyrir, Húmanímal og Verði þér að góðu. "Já, þetta er á svipuðum nótum; dansleikhús þar sem hreyfing og líkamstjáning leika stórt hlutverk. En það er líka talsverður texti í því; ég er ein á sviðinu og þarf að tala við sjálfa mig og leik allar persónur." Þetta er fyrsti einleikurinn sem Álfrún setur upp og hún segir því fylgja mikið álag að vera ein á sviðinu allan tímann. "Þetta krefst mikillar orku. Þegar maður leikur á móti öðrum verður til ákveðin dýnamík á milli leikaranna, þeir kasta boltanum á milli sín svo að segja. Í einleik þarf maður að halda boltanum á lofti sjálfur allan tímann sem krefst bæði orku og nákvæmni. Þetta var mjög skrítið í fyrsta rennslinu en þetta venst." Þetta er í fyrsta sinn sem þær systur leiða saman hesta sína og fyrsta verkið sem Margrét skrifar fyrir leikhús. Álfrún segir það hafa gengið afar vel. "Ég var viss um að þetta væri verkefni sem myndi henta Möggu. Hún hefur verið mikið í hugmyndavinnu, til dæmis í handritsskrifum fyrir sjónvarp, þar sem margir kasta hugmyndum á milli svo úr verða persónur og senur. Þannig fór samstarfið á milli okkar fram. En þótt þetta hafi verið að sumu leyti nýtt fyrir henni þekkir hún líka leikhúsið vel, hefur samið tónlist fyrir leikverk og mamma var leikkona. Það var mjög eðlilegt og gott flæði á milli okkar og hún hafði gott lag á að koma orðum að því sem ég vildi sagt hafa." Kameljón verður frumsýnt á vegum Lókal-leiklistarhátíðarinnar sem hefst í næstu viku en verður sýnt áfram í Kúlunni að hátíðinni lokinni. Álfrún verður hins vegar á sviði Borgarleikhússins í vetur og leikur þar meðal annars í Gulleyjunni, Bastörðunum og Af músum og mönnum. "Ég er mjög spennt fyrir leikárinu. Ég hef ekki verið í Borgarleikhúsinu áður en við Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri unnum saman hjá Leikfélagi Akureyrar um árið og ég hlakka mjög til að byrja á nýjum vinnustað." Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Álfrún Örnólfsdóttir frumsýnir einleikinn Kameljón á leiklistarhátíðinni Lókal eftir rétta viku. Álfrún fékk systur sína, Margréti Örnólfsdóttur rithöfund, til liðs við sig en þetta er fyrsta verkið sem hún semur fyrir leiksvið. "Ferðalag einnar leikkonu um villugjarnar lendur sjálfsins." Svo er Kameljóninu, nýjum einleik Álfrúnar Örnólfsdóttur, lýst en hann verður frumsýndur í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu 22. ágúst næstkomandi. Höfundur er Margrét Örnólfsdóttir, systir Álfrúnar, en Friðgeir Einarsson, félagi leikkonunnar úr leikhópnum ''Ég og vinir mínir'', leikstýrir. "Ég fékk Möggu systur og Friðgeir til liðs við mig því ég vildi gera verk um manneskju sem dregur óhóflega mikinn dám af fólkinu sem hún umgengst og litast af aðstæðunum sem hún lendir í; er eins konar félagslegt kameljón. Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því hins vegar að hún er búin að týna sjálfri sér og fer því á stúfana til að finna sig." Álfrún segist kannast við þennan eiginleika úr eigin fari og það hafi verið kveikjan að verkinu. "Ég held að margir kannist við svona áhrifagirni, hrifnæmi, meðvirkni eða hvað við viljum kalla það. Í verkinu tökum við hins vegar þennan eiginlega og ýkjum hann rækilega svo persónan sem ég leik er mun öfgafyllri og ýktari en ég nokkurn tímann." Álfrún segir sýninguna af svipuðum meiði og þær sem leikhópurinn Ég og vinir mínir hefur vakið athygli fyrir, Húmanímal og Verði þér að góðu. "Já, þetta er á svipuðum nótum; dansleikhús þar sem hreyfing og líkamstjáning leika stórt hlutverk. En það er líka talsverður texti í því; ég er ein á sviðinu og þarf að tala við sjálfa mig og leik allar persónur." Þetta er fyrsti einleikurinn sem Álfrún setur upp og hún segir því fylgja mikið álag að vera ein á sviðinu allan tímann. "Þetta krefst mikillar orku. Þegar maður leikur á móti öðrum verður til ákveðin dýnamík á milli leikaranna, þeir kasta boltanum á milli sín svo að segja. Í einleik þarf maður að halda boltanum á lofti sjálfur allan tímann sem krefst bæði orku og nákvæmni. Þetta var mjög skrítið í fyrsta rennslinu en þetta venst." Þetta er í fyrsta sinn sem þær systur leiða saman hesta sína og fyrsta verkið sem Margrét skrifar fyrir leikhús. Álfrún segir það hafa gengið afar vel. "Ég var viss um að þetta væri verkefni sem myndi henta Möggu. Hún hefur verið mikið í hugmyndavinnu, til dæmis í handritsskrifum fyrir sjónvarp, þar sem margir kasta hugmyndum á milli svo úr verða persónur og senur. Þannig fór samstarfið á milli okkar fram. En þótt þetta hafi verið að sumu leyti nýtt fyrir henni þekkir hún líka leikhúsið vel, hefur samið tónlist fyrir leikverk og mamma var leikkona. Það var mjög eðlilegt og gott flæði á milli okkar og hún hafði gott lag á að koma orðum að því sem ég vildi sagt hafa." Kameljón verður frumsýnt á vegum Lókal-leiklistarhátíðarinnar sem hefst í næstu viku en verður sýnt áfram í Kúlunni að hátíðinni lokinni. Álfrún verður hins vegar á sviði Borgarleikhússins í vetur og leikur þar meðal annars í Gulleyjunni, Bastörðunum og Af músum og mönnum. "Ég er mjög spennt fyrir leikárinu. Ég hef ekki verið í Borgarleikhúsinu áður en við Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri unnum saman hjá Leikfélagi Akureyrar um árið og ég hlakka mjög til að byrja á nýjum vinnustað."
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira