Óhugnaður í jólaös borgarinnar 22. desember 2012 11:00 Bjóða í bíó Mundi Vondi og Snorri Ásmundsson bjóða á jólastuttmyndina Santa's Night Out í Bíói Paradís á morgun. "Það er fínt að koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur,“ segir Snorri.Mynd/GVA „Við erum báðir krónískir óþekktarangar svo maður heldur oftast með vonda karlinum í kvikmyndum," segir Snorri Ásmundsson sem fer með aðalhlutverk í óhugnanlegu jólastuttmyndinni Santa's Night Out. Leikstjórn var í höndum Munda vonda og bjóða þeir á sýningu hennar í Bíói Paradís á morgun kl. 20. „Salurinn tekur 250 manns í sæti svo við hvetjum fólk til að mæta stundvíslega til að tryggja sér sæti," segir Snorri en það er aðeins um þessa einu sýningu að ræða. „Það er fínt í jólaösinni að koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur." Hann bætir þó við að myndin höfði ekki til barna því hún sé nefnilega verulega óhugnanleg. „En samt finnst manni hún fyndin. Þetta gerist um jól og er um jólasveina í jólaösinni í Reykjavík. Við tókum meðal annars upp á Hótel Borg og hjá Sævari Karli," segir Snorri, sem fer með hlutverk eldri jólasveins. Á móti honum leikur Atli Óskar Fjalarsson yngri jólasvein. Ásamt þeim leika þau Jón Júlíusson, Alexander Briem og Tinna Bergs. Fyrir utan sýningu á stuttmyndinni stendur Snorri fyrir sölusýningu á vinnustofu sinni á þriðju hæð á Nýlendugötu 14. Þar sýnir hann verk frá árunum 2007 til dagsins í dag. Sýningin er liður í fjármögnun fyrir næsta verkefni Snorra en hann heldur til Súrínam í Suður-Ameríku í byrjun næsta árs en þar mun hann dvelja um nokkura mánaða skeið og vinna verk með frumskógarindíánum Amazon. „Þetta er spennandi því ég er líka svo mikill frumbyggi í mér."- hþt Lífið Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við erum báðir krónískir óþekktarangar svo maður heldur oftast með vonda karlinum í kvikmyndum," segir Snorri Ásmundsson sem fer með aðalhlutverk í óhugnanlegu jólastuttmyndinni Santa's Night Out. Leikstjórn var í höndum Munda vonda og bjóða þeir á sýningu hennar í Bíói Paradís á morgun kl. 20. „Salurinn tekur 250 manns í sæti svo við hvetjum fólk til að mæta stundvíslega til að tryggja sér sæti," segir Snorri en það er aðeins um þessa einu sýningu að ræða. „Það er fínt í jólaösinni að koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur." Hann bætir þó við að myndin höfði ekki til barna því hún sé nefnilega verulega óhugnanleg. „En samt finnst manni hún fyndin. Þetta gerist um jól og er um jólasveina í jólaösinni í Reykjavík. Við tókum meðal annars upp á Hótel Borg og hjá Sævari Karli," segir Snorri, sem fer með hlutverk eldri jólasveins. Á móti honum leikur Atli Óskar Fjalarsson yngri jólasvein. Ásamt þeim leika þau Jón Júlíusson, Alexander Briem og Tinna Bergs. Fyrir utan sýningu á stuttmyndinni stendur Snorri fyrir sölusýningu á vinnustofu sinni á þriðju hæð á Nýlendugötu 14. Þar sýnir hann verk frá árunum 2007 til dagsins í dag. Sýningin er liður í fjármögnun fyrir næsta verkefni Snorra en hann heldur til Súrínam í Suður-Ameríku í byrjun næsta árs en þar mun hann dvelja um nokkura mánaða skeið og vinna verk með frumskógarindíánum Amazon. „Þetta er spennandi því ég er líka svo mikill frumbyggi í mér."- hþt
Lífið Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“