Innlent

Fá ekki fólk til að bera út bréf

Bæjarráðið segir laun bréfbera hljóta að vera of lág.
Bæjarráðið segir laun bréfbera hljóta að vera of lág.
„Ef bréfberar fást ekki til starfa er það vísbending um að launakjör séu ekki viðunandi,“ segir bæjarráð Grundarfjarðar sem mótmælir harðlega óviðunandi póstútburði í bænum. Borið hafi á að póstur hafi ekki verið borinn út og það skýrt með skorti á bréfberum. Íslandspóstur geti ekki borið því fyrir sig að fólk fáist ekki til starfa því í Grundarfirði sé fólk í atvinnuleit.

„Íslandspóstur getur ekki hagrætt í rekstri sínum með því að bjóða laun sem eru ekki samkeppnisfær og dregið með þeim hætti úr tíðni póstdreifingar,“ segir bæjarráð og krefst þess að fyrirtækið sinni póstdreifingu í samræmi við lög og reglugerð.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×