Landsliðið heiðrar Paul Motian í Norræna húsinu 17. janúar 2012 20:00 Landslið íslenskra jazzleikara leikur í minningu trommarans Paul Motian, sem féll frá 22. nóvember, í Norræna húsinu á fimmtudag. Bandaríski trommarinn Scott McLemore, sem er búsettur á Íslandi, hefur skipulagt tónleika þar sem tónsmíðum Motian's verður gert skil. Segja má að landslið íslenskra jazzleikara mun þar votta Motian virðingu sína en fram koma Einar Scheving, Óskar Guðjónsson, Jóel Pálsson, Sigurður Flosason, Haukur Gröndal, Ólafur Jónsson, Sunna Gunnlaugs, Agnar Már Magnússon, Kjartan Valdimarsson, Andrés Þór Gunnlaugsson, Hilmar Jensson, Guðmundur Pétursson, Þorgrímur Jónsson og fleiri. Í tilkynningu segir: „Motian er best þekktur fyrir leik sinn í hinu goðsagnakenndu tríói píanistans Bill Evans með Scott LaFaro, sem snéri jazzheiminum á hvolf með frjálsri nálgun sinni á 6. og 7. áratugnum. En Motian hafði þá þegar myndað sinn einstaka hljóm á trommunum. Það var hins vegar árið 1972 sem hann byrjaði að semja lög að hvatningu Manfred Eicher's eiganda ECM útgáfunnar. Motian hafði leikið með tríói píanistans Keith Jarrett í nokkur ár og til að hafa hljóðfæri til að semja á keypti hann gamalt píanó af Jarrett. Það kom fljótt í ljós að tónsmíðar áttu vel við hann og árið 1977 hljóðritaði tríó Keith Jarrett's hjómplötu þar sem Motian átti allar tónsmíðar nema eina. Motian hljóðritaði svo 35 plötur í eigin nafni fyrir hinar ýmsu útgáfur og lék inn á óteljandi hljóðritanir sem meðleikari. Motian hljóðritaði ekki bara eigin lög heldur hafði ástríðu fyrir gömlum standördum úr bandarísku söngleikjabókinni. "On Broadway" var verkefni tileinkað söngleikjalögum og "Electric Bebop Band" kastaði nýju ljósi á tónsmíðar Charlie Parker, Bud Powell og Thelonious Monk. Sem meðleikari lék Paul Motian með nær öllum bestu jazzleikurum sögunnar frá fyrrnefndum Bill Evans og Keith Jarrett til Lee Konitz, Stan Getz og jafnvel stuttlega með Thelonious Monk. Paul Motian var með vakandi auka á jazzsenunni og sífellt að leita að ungum og efnilegum leikurum sem hann gaf tækifæri í hljómsveitum sínum." Tónleikarnir verða í Norræna Húsinu fimmtudaginn 19. janúar klukkan 21 og er aðgangseyrir 1500 krónur. Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Landslið íslenskra jazzleikara leikur í minningu trommarans Paul Motian, sem féll frá 22. nóvember, í Norræna húsinu á fimmtudag. Bandaríski trommarinn Scott McLemore, sem er búsettur á Íslandi, hefur skipulagt tónleika þar sem tónsmíðum Motian's verður gert skil. Segja má að landslið íslenskra jazzleikara mun þar votta Motian virðingu sína en fram koma Einar Scheving, Óskar Guðjónsson, Jóel Pálsson, Sigurður Flosason, Haukur Gröndal, Ólafur Jónsson, Sunna Gunnlaugs, Agnar Már Magnússon, Kjartan Valdimarsson, Andrés Þór Gunnlaugsson, Hilmar Jensson, Guðmundur Pétursson, Þorgrímur Jónsson og fleiri. Í tilkynningu segir: „Motian er best þekktur fyrir leik sinn í hinu goðsagnakenndu tríói píanistans Bill Evans með Scott LaFaro, sem snéri jazzheiminum á hvolf með frjálsri nálgun sinni á 6. og 7. áratugnum. En Motian hafði þá þegar myndað sinn einstaka hljóm á trommunum. Það var hins vegar árið 1972 sem hann byrjaði að semja lög að hvatningu Manfred Eicher's eiganda ECM útgáfunnar. Motian hafði leikið með tríói píanistans Keith Jarrett í nokkur ár og til að hafa hljóðfæri til að semja á keypti hann gamalt píanó af Jarrett. Það kom fljótt í ljós að tónsmíðar áttu vel við hann og árið 1977 hljóðritaði tríó Keith Jarrett's hjómplötu þar sem Motian átti allar tónsmíðar nema eina. Motian hljóðritaði svo 35 plötur í eigin nafni fyrir hinar ýmsu útgáfur og lék inn á óteljandi hljóðritanir sem meðleikari. Motian hljóðritaði ekki bara eigin lög heldur hafði ástríðu fyrir gömlum standördum úr bandarísku söngleikjabókinni. "On Broadway" var verkefni tileinkað söngleikjalögum og "Electric Bebop Band" kastaði nýju ljósi á tónsmíðar Charlie Parker, Bud Powell og Thelonious Monk. Sem meðleikari lék Paul Motian með nær öllum bestu jazzleikurum sögunnar frá fyrrnefndum Bill Evans og Keith Jarrett til Lee Konitz, Stan Getz og jafnvel stuttlega með Thelonious Monk. Paul Motian var með vakandi auka á jazzsenunni og sífellt að leita að ungum og efnilegum leikurum sem hann gaf tækifæri í hljómsveitum sínum." Tónleikarnir verða í Norræna Húsinu fimmtudaginn 19. janúar klukkan 21 og er aðgangseyrir 1500 krónur.
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira