Meirihlutinn í Kópavogi fallinn - Hjálmar vill ekki Guðrúnu burt 17. janúar 2012 18:32 Kópavogur „Það var þannig að Hjálmar studdi ekki þessa ákvörðun um brottrekstur meirihlutans," segir Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs. Haft er eftir Hjálmari á vef Ríkisútvarpsins að samstarfi hans við meirihlutann í bænum sé lokið. Það þýðir að meirihlutinn er fallinn í Kópavogi, en með Hjálmari hafði hann eins manns meirihluta. Boðað var til aukafundar í bæjarráði Kópavogs í dag en fundurinn var haldinn að beiðni sjálfstæðismanna, sem eru í minnihluta bæjarstjórnar. Sjálfstæðismenn vildu fá svör hvers vegna Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóri hafi verið sagt upp störfum. Ármann segir að sjálfstæðismenn hafi fengið lítil og loðin svör við fyrirspurnum sínum. „Við lögðum því fyrirspurnina fram skriflega og vonumst til að fá svör skriflega á fimmtudagsmorgun," segir Ármann. Hann segir að meirihlutinn sé fallinn í bænum, enda sé málið gífurlega stórt. Þrátt fyrir að Hjálmar hafi sagt skiliði við meirihlutann er hann ekki kominn til liðs við minnihlutann, segir Ármann. Aðspurður hvort að þeir muni funda eitthvað með Hjálmari eða minnihlutanum, í kvöld segir Ármann: „Það verður að koma í ljós, þessi mynd þarf eitthvað að skýrast. Maður er bara að átta sig á tíðindunum." segir hann. Samfylkingin, Vinstri Grænir og Listi Kópavogsbúa sendu frá yfirlýsingu nú fyrir stundu þar sem uppsögn Guðrúnar er rökstudd. Segir meðal annars þar að hún hafi starfað hjá bænum sem fjármálastjóri og sviðsstjóri. „Reynsla Guðrúnar í fjármálastjórnun hefur að sönnu reynst vel en hins vegar hefur sú staðreynd að Guðrún hefur starfað lengi hjá bænum gert henni erfitt fyrir að fylgja eftir breytingum innan stjórnsýslunnar. Þar sem brýnt er að þær gangi hratt og vel fyrir sig töldum við einsýnt að annar einstaklingur þyrfti að taka við því verkefni. Sú ákvörðun var erfið en eigi að síður nauðsynleg. Við urðum því sammála um að hún léti af starfi bæjarstjóra," segir meðal annars í tilkynningunni. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Það var þannig að Hjálmar studdi ekki þessa ákvörðun um brottrekstur meirihlutans," segir Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs. Haft er eftir Hjálmari á vef Ríkisútvarpsins að samstarfi hans við meirihlutann í bænum sé lokið. Það þýðir að meirihlutinn er fallinn í Kópavogi, en með Hjálmari hafði hann eins manns meirihluta. Boðað var til aukafundar í bæjarráði Kópavogs í dag en fundurinn var haldinn að beiðni sjálfstæðismanna, sem eru í minnihluta bæjarstjórnar. Sjálfstæðismenn vildu fá svör hvers vegna Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóri hafi verið sagt upp störfum. Ármann segir að sjálfstæðismenn hafi fengið lítil og loðin svör við fyrirspurnum sínum. „Við lögðum því fyrirspurnina fram skriflega og vonumst til að fá svör skriflega á fimmtudagsmorgun," segir Ármann. Hann segir að meirihlutinn sé fallinn í bænum, enda sé málið gífurlega stórt. Þrátt fyrir að Hjálmar hafi sagt skiliði við meirihlutann er hann ekki kominn til liðs við minnihlutann, segir Ármann. Aðspurður hvort að þeir muni funda eitthvað með Hjálmari eða minnihlutanum, í kvöld segir Ármann: „Það verður að koma í ljós, þessi mynd þarf eitthvað að skýrast. Maður er bara að átta sig á tíðindunum." segir hann. Samfylkingin, Vinstri Grænir og Listi Kópavogsbúa sendu frá yfirlýsingu nú fyrir stundu þar sem uppsögn Guðrúnar er rökstudd. Segir meðal annars þar að hún hafi starfað hjá bænum sem fjármálastjóri og sviðsstjóri. „Reynsla Guðrúnar í fjármálastjórnun hefur að sönnu reynst vel en hins vegar hefur sú staðreynd að Guðrún hefur starfað lengi hjá bænum gert henni erfitt fyrir að fylgja eftir breytingum innan stjórnsýslunnar. Þar sem brýnt er að þær gangi hratt og vel fyrir sig töldum við einsýnt að annar einstaklingur þyrfti að taka við því verkefni. Sú ákvörðun var erfið en eigi að síður nauðsynleg. Við urðum því sammála um að hún léti af starfi bæjarstjóra," segir meðal annars í tilkynningunni.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira