Meirihlutinn í Kópavogi fallinn - Hjálmar vill ekki Guðrúnu burt 17. janúar 2012 18:32 Kópavogur „Það var þannig að Hjálmar studdi ekki þessa ákvörðun um brottrekstur meirihlutans," segir Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs. Haft er eftir Hjálmari á vef Ríkisútvarpsins að samstarfi hans við meirihlutann í bænum sé lokið. Það þýðir að meirihlutinn er fallinn í Kópavogi, en með Hjálmari hafði hann eins manns meirihluta. Boðað var til aukafundar í bæjarráði Kópavogs í dag en fundurinn var haldinn að beiðni sjálfstæðismanna, sem eru í minnihluta bæjarstjórnar. Sjálfstæðismenn vildu fá svör hvers vegna Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóri hafi verið sagt upp störfum. Ármann segir að sjálfstæðismenn hafi fengið lítil og loðin svör við fyrirspurnum sínum. „Við lögðum því fyrirspurnina fram skriflega og vonumst til að fá svör skriflega á fimmtudagsmorgun," segir Ármann. Hann segir að meirihlutinn sé fallinn í bænum, enda sé málið gífurlega stórt. Þrátt fyrir að Hjálmar hafi sagt skiliði við meirihlutann er hann ekki kominn til liðs við minnihlutann, segir Ármann. Aðspurður hvort að þeir muni funda eitthvað með Hjálmari eða minnihlutanum, í kvöld segir Ármann: „Það verður að koma í ljós, þessi mynd þarf eitthvað að skýrast. Maður er bara að átta sig á tíðindunum." segir hann. Samfylkingin, Vinstri Grænir og Listi Kópavogsbúa sendu frá yfirlýsingu nú fyrir stundu þar sem uppsögn Guðrúnar er rökstudd. Segir meðal annars þar að hún hafi starfað hjá bænum sem fjármálastjóri og sviðsstjóri. „Reynsla Guðrúnar í fjármálastjórnun hefur að sönnu reynst vel en hins vegar hefur sú staðreynd að Guðrún hefur starfað lengi hjá bænum gert henni erfitt fyrir að fylgja eftir breytingum innan stjórnsýslunnar. Þar sem brýnt er að þær gangi hratt og vel fyrir sig töldum við einsýnt að annar einstaklingur þyrfti að taka við því verkefni. Sú ákvörðun var erfið en eigi að síður nauðsynleg. Við urðum því sammála um að hún léti af starfi bæjarstjóra," segir meðal annars í tilkynningunni. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Það var þannig að Hjálmar studdi ekki þessa ákvörðun um brottrekstur meirihlutans," segir Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs. Haft er eftir Hjálmari á vef Ríkisútvarpsins að samstarfi hans við meirihlutann í bænum sé lokið. Það þýðir að meirihlutinn er fallinn í Kópavogi, en með Hjálmari hafði hann eins manns meirihluta. Boðað var til aukafundar í bæjarráði Kópavogs í dag en fundurinn var haldinn að beiðni sjálfstæðismanna, sem eru í minnihluta bæjarstjórnar. Sjálfstæðismenn vildu fá svör hvers vegna Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóri hafi verið sagt upp störfum. Ármann segir að sjálfstæðismenn hafi fengið lítil og loðin svör við fyrirspurnum sínum. „Við lögðum því fyrirspurnina fram skriflega og vonumst til að fá svör skriflega á fimmtudagsmorgun," segir Ármann. Hann segir að meirihlutinn sé fallinn í bænum, enda sé málið gífurlega stórt. Þrátt fyrir að Hjálmar hafi sagt skiliði við meirihlutann er hann ekki kominn til liðs við minnihlutann, segir Ármann. Aðspurður hvort að þeir muni funda eitthvað með Hjálmari eða minnihlutanum, í kvöld segir Ármann: „Það verður að koma í ljós, þessi mynd þarf eitthvað að skýrast. Maður er bara að átta sig á tíðindunum." segir hann. Samfylkingin, Vinstri Grænir og Listi Kópavogsbúa sendu frá yfirlýsingu nú fyrir stundu þar sem uppsögn Guðrúnar er rökstudd. Segir meðal annars þar að hún hafi starfað hjá bænum sem fjármálastjóri og sviðsstjóri. „Reynsla Guðrúnar í fjármálastjórnun hefur að sönnu reynst vel en hins vegar hefur sú staðreynd að Guðrún hefur starfað lengi hjá bænum gert henni erfitt fyrir að fylgja eftir breytingum innan stjórnsýslunnar. Þar sem brýnt er að þær gangi hratt og vel fyrir sig töldum við einsýnt að annar einstaklingur þyrfti að taka við því verkefni. Sú ákvörðun var erfið en eigi að síður nauðsynleg. Við urðum því sammála um að hún léti af starfi bæjarstjóra," segir meðal annars í tilkynningunni.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira