Innlent

Ríkisstjórnin á sjö tíma vinnufundi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisstjórnin fundaði stíft í dag.
Ríkisstjórnin fundaði stíft í dag. mynd/ stjórnarráðsvefurinn.
Ríkisstjórnin sat á fundi í Ráðherrabústaðnum í allan dag að ræða ríkisfjármál. Samkvæmt upplýsingum Vísis var meðal annars farið yfir stöðuna vegna fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár. Fréttastofa RÚV greinir frá því að stjórnarskrármálið hafi verið til umræðu og að þingmenn Hreyfingarinnar hafi verið viðstaddir þá umræðu. Fundurinn tók um sjö tíma.

Venjulega fundar ríkisstjórnin á þriðjudögum og föstudögum en fundirnir taka þá ekki svo langan tíma. Ekki er algengt að ríkisstjórnin fundi svo stíft á sunnudögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×