Sumarfríin eru ekki sjálfgefin á Alþingi 15. júní 2012 04:30 Óvissa um þinglok eykur álag Á skrifstofu Alþingis starfa 120 manns sem þurfa margir hverjir að laga frítíma sinn og sumaráætlanir að óútreiknanlegum vinnutíma þingsins.Fréttablaðið/GVA „Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfríinu. En við vitum enn ekki hvernig fyrirkomulagið verður," segir Hildur Eva Sigurðardóttir, formaður starfsmannafélags Alþingis, þar sem 120 manns starfa. Hildur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann. „Við erum að vinna fyrir þjóðþing og fólk verður að gera sér grein fyrir því. En þetta er auðvitað jafnvægiskúnst." Að sögn Hildar er ekki mikil hreyfing á starfsfólki þingsins. Nýlega var kona að hætta störfum eftir þrjátíu ár hjá Alþingi og segir Hildur marga aðra hafa sinnt starfinu um langt skeið. „Hér vinnur duglegt fólk sem hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina," segir hún. „Starfsandinn er góður og fólkið gott og hæft." Sumarfrí þingsins er samkvæmt lögum frá 1. júlí til 10. ágúst. Hildur segir það þó hafa gerst þegar álagið er mikið að starfsmenn geti ekki tekið sér sumarfrí og þurfi að fresta því þar til hægist um. „Það getur verið bagalegt því það eykur álag á starfsfólkið," segir hún. „Vinnutíminn er langur, sérstaklega á þessum tíma árs þegar helstu álagspunktarnir eru. En við vinnum hér í þágu þings og þjóðar og þetta er okkar starf." Hildur segir mikilvægt að átta sig á muninum á milli starfs þingmanna annars vegar og starfsfólki þingsins hins vegar. „Þó starfsmenn séu þreyttir og þurfi sitt orlof erum við að vinna fyrir þingið og það geta alltaf verið einhverjir sem þurfa að fresta sínu sumarfríi. En ég býst þó við að skrifstofa Alþingis leysi þau mál." Hildur er lögfræðingur að mennt og er nefndaritari hjá Alþingi. Aðspurð um samskipti starfsfólksins við þingmennina varðandi starfstíma í sumar segir Hildur þau vera lítil. „Við gerum okkar kjarasamninga við forseta og skrifstofu Alþingis og samskipti um störf okkar fara þar í gegn," segir hún. „Ég held að það væri óeðlilegt fyrir lýðræðið ef starfsmannafélagið færi að hafa bein afskipti af þingstörfunum, nema auðvitað þegar þau skerða réttindi starfsfólks." Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar á Alþingi um þinglok. sunna@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfríinu. En við vitum enn ekki hvernig fyrirkomulagið verður," segir Hildur Eva Sigurðardóttir, formaður starfsmannafélags Alþingis, þar sem 120 manns starfa. Hildur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann. „Við erum að vinna fyrir þjóðþing og fólk verður að gera sér grein fyrir því. En þetta er auðvitað jafnvægiskúnst." Að sögn Hildar er ekki mikil hreyfing á starfsfólki þingsins. Nýlega var kona að hætta störfum eftir þrjátíu ár hjá Alþingi og segir Hildur marga aðra hafa sinnt starfinu um langt skeið. „Hér vinnur duglegt fólk sem hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina," segir hún. „Starfsandinn er góður og fólkið gott og hæft." Sumarfrí þingsins er samkvæmt lögum frá 1. júlí til 10. ágúst. Hildur segir það þó hafa gerst þegar álagið er mikið að starfsmenn geti ekki tekið sér sumarfrí og þurfi að fresta því þar til hægist um. „Það getur verið bagalegt því það eykur álag á starfsfólkið," segir hún. „Vinnutíminn er langur, sérstaklega á þessum tíma árs þegar helstu álagspunktarnir eru. En við vinnum hér í þágu þings og þjóðar og þetta er okkar starf." Hildur segir mikilvægt að átta sig á muninum á milli starfs þingmanna annars vegar og starfsfólki þingsins hins vegar. „Þó starfsmenn séu þreyttir og þurfi sitt orlof erum við að vinna fyrir þingið og það geta alltaf verið einhverjir sem þurfa að fresta sínu sumarfríi. En ég býst þó við að skrifstofa Alþingis leysi þau mál." Hildur er lögfræðingur að mennt og er nefndaritari hjá Alþingi. Aðspurð um samskipti starfsfólksins við þingmennina varðandi starfstíma í sumar segir Hildur þau vera lítil. „Við gerum okkar kjarasamninga við forseta og skrifstofu Alþingis og samskipti um störf okkar fara þar í gegn," segir hún. „Ég held að það væri óeðlilegt fyrir lýðræðið ef starfsmannafélagið færi að hafa bein afskipti af þingstörfunum, nema auðvitað þegar þau skerða réttindi starfsfólks." Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar á Alþingi um þinglok. sunna@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30