Arkitekt Ráðhúss Reykjavíkur hefur spurst fyrir um það hjá byggingarfulltrúa borgarinnar hvort koma megi fyrir flotbryggju í Tjörninni framan við Ráðhússkaffi.
Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir málið enn á algjöru frumstigi. „Hugmyndin tengist hins vegar veitingarekstrinum í Ráðhúsinu og því að hægt verði að sitja úti á góðviðrisdögum," segir Bjarni.
Í fyrirspurn Steve Christers arkitekts til byggingafulltrúa kemur fram að hugmyndin sé að flotbryggjan verði þrjátíu fermetrar. Bryggjan verði með handrið og súlur hvíli á tjarnarbotninum til að tryggja stöðugleika.- gar
Útiveitingastaður á flotbryggju
