Innlent

Hundrað eftirskjálftar við Herðubreið

Mynd/Veðurstofan
Hátt í hundrað eftirskjálftar hafa orðið eftir skjálftan sem varð laust fyrir klukkan eitt í gærdag, þrjá til fjóra kílómetra suðvestur af Herðubreið og mældist 3,2 stig.

Snarpasta eftirskjálftahrinan varð á milli klukkan átta og ellefu í gærkvöldi, en þeir voru allir innan við tvö stig. Nokkrir skjálftar hafa svo mælst í alla nótt. Hrinan er ekki meiri en vænta má af og til á þessu svæði, að sögn jarðvísindamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×