Innlent

Björn Ingi verður aftur ritstjóri Pressunnar

Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson
Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Pressunnar. Við starfinu tekur Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og útgefandi Vefpressunnar, og jafnframt aðaleigandi fyrirtækisins ásamt Arnari Ægissyni, framkvæmdastjóra. „Þetta leggst bara vel í mig, ég þekki íslenskan fjölmiðlaheim mjög vel og hlakka til að spreyta mig aftur á ritstjórahlutverkinu," segir Björn Ingi í frétt á Pressunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×