Innlent

Fundu amfetamín og hnífa - meðlimur Outlaws handtekinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á amfetamín og hnífa við húsleit í austurborginni í dag. Hún tók einnig í sína vörslu talsvert af íblöndunarefnum og sterum.

Húsráðandinn, karl á fertugsaldri, er meðlimur í Outlaws. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum aðstoðaði við húsleitina. Aðgerðin er liður í samvinnu lögregluliðanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem beinist gegn skipulagðri brotastarfsemi, m.a. af hendi alþjóðlegra vélhjólahópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×