Innlent

Fjölskylduhjálp Íslands í Kolaportinu

Fjölskylduhjálp Íslands stendur fyrir söfnun í Kolaportinu næstu þrjár helgar. Yfirheiti söfnunarinnar er „Enginn án matar á Íslandi." Notuð og ný föt verða seld á markaðinum.

Fjöldi tónlistarmanna mun koma fram á söfnuninni. Þar á meðal eru Andrea Gylfadóttir, Svavar Knútur, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson.

Þá mun Herbert Guðmundsson einnig koma áfram ásamt Ladda, Jens Hansson, Richard Scobie, Siggu Beinteins, Jógvan Hansen og Karli Örvars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×