Innlent

Húsleitir hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri

Húsleitin stendur enn yfir í höfuðstöðvum Reykjavíkur.
Húsleitin stendur enn yfir í höfuðstöðvum Reykjavíkur. Mynd / Pjetur
Fulltrúar frá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og sérstökum saksóknara eru nú í húsleitum á skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri.

Ástæðan er grunur um brot gegn gjaldeyrislögunum. Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans staðfestir að þessar húsleitir séu í gangi og að 25 manns taki þátt í þeim á vegum beggja embættanna.

Stefán Jóhann segir að hann geti ekki tjáð sig um málið að öðru leyti að svo stöddu. Húsleitirnar hófust uppúr klukkan níu í morgun og standa enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×