Innlent

Tilboð í Vestfjarðarveg opnuð - lægsta boð 2,1 milljarður

Mynd/Vilhelm
Tilboð í gerð Vestfjarðarvegar um Kjálkafjörð og Kerlingafjörð voru opnuð í dag hjá Vegagerðinni. Hæsta boð átti Ingileifur Jónsson og hljóðar það upp á 83 prósent af áætlaðri kostnaðaráætlun. Hún hljóðar upp á 2.580 milljónir króna og var lægsta boð því 2.154 milljónir. Suðurverk átti næstlægsta boð, 2.487 milljónir.

Þrír aðrir aðilar, Ístak, ÍAV og Já-verk, Hagtak gerðu einnig tilboð og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun.

Um er að ræða endur- og nýlögn á 15,88 km kafla Vestfjarðavegar af Eiði við Vattarfjörð og vestur fyrir Þverá á Kjálkafirði og smíði tveggja brúa á þeim kafla; á Mjóafirði (160 m) og Kjálkafirði (117 m).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×