Innlent

Stjórn leggur til metarðgreiðslu

Hörður ARnarson
Hörður ARnarson
Stjórn Landsvirkjunar mun á aðalfundi félagins leggja til að 1,8 milljarða króna arður verði greiddur til ríkissjóðs, eiganda Landsvirkjunar. Hefur Landsvirkjun aldrei greitt svo háa upphæð í arð. Frá þessu var greint í gær samhliða framlagningu Landsvirkjunar á ársreikningi fyrir árið 2011.

Eftir skatta hagnaðist Landsvirkjun um jafngildi 3,4 milljarða króna á árinu. Minnkaði hagnaður fyrirtækisins því um rúm 60 prósent milli ára. Rekstrartekjur námu jafngildi 55,4 milljarða á árinu sem er aukning um 15,5 prósent frá 2010. Rekstrargjöld jukust á móti um rúm 14 prósent og nam rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði jafngildi 43,8 milljarða.

Í tilkynningu sem Landsvirkjun sendi frá sér í gær segir að lausafjárstaða fyrirtækisins sé sterk og hafi fyrirtækið í árslok haft aðgang að jafngildi 82 milljarða króna. Þessi sterka lausafjárstaða geri það að verkum að fyrirtækið geti staðið straum af afborgunum lána á næstu árum.

Skuldir fyrirtækisins numu í árslok 2011 jafngildi 317,9 milljarða króna og lækkuðu um 21,7 milljarða á árinu 2011.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×