Innlent

Nýtist til heilaskurðaðgerða

Landspítalinn Heila- og taugaskurðdeildinni áskotnaðist í vikunni nýtt tæki. Fréttablaðið/Vilhelm
Landspítalinn Heila- og taugaskurðdeildinni áskotnaðist í vikunni nýtt tæki. Fréttablaðið/Vilhelm
Tekið hefur verið í notkun nýtt tölvustýrt staðsetningartæki á heila- og taugaskurðdeild Landspítala. „Tækið gerir að verkum að skurðaðgerðir á höfði verða bæði nákvæmari og öruggari. Það nýtist best við aðgerðir á æxlum í heila,“ segir á vef Landspítalans.

Þá nýtist tækið við ýmsar aðgerðir háls-, nef- og eyrnalækna og bæklunarskurðlækna. Tækið, sem er um 25 milljóna króna virði, er gjöf frá Arion banka og sjóði sem verið hefur í vörslu hans og stofnaður var á sínum tíma til að styðja tækjakaup.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×