Innlent

Enn óákveðið með aukalandsfund

Stefnt er að því að flokksstjórn Samfylkingarinnar komi aftur saman í janúar og taki afstöðu til tillögunnar um aukalandsfund. Fréttablaðið/anton
Stefnt er að því að flokksstjórn Samfylkingarinnar komi aftur saman í janúar og taki afstöðu til tillögunnar um aukalandsfund. Fréttablaðið/anton
Tillögu um aukalandsfund Samfylkingarinnar á vordögum, sem fram kom á flokksstjórnarfundi fyrir helgi, var vísað til umræðu á næsta flokksstjórnarfundi, sem gert er ráð fyrir að verði í janúar. Ekki er því rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga, meðal annars í Fréttablaðinu í gær, að tillagan hafi verið samþykkt.

Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Árna Páls Árnasonar efnahags- og viðskiptaráðherra, fullyrti að fundinum loknum að tillagan hefði verið samþykkt og að á aukalandsfundinum stæði til að kjósa nýja forystu.

Lög flokksins kveða hins vegar á um að ekki sé hægt að kjósa forystu flokksins nema á reglulegum landsfundi á tveggja ára fresti. Síðasti reglulegi landsfundurinn var haldinn í haust og voru Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson þá endurkjörin í embætti formanns og varaformanns. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×