Innlent

Ákvað makrílkvóta fyrir 2012

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason
Jón Bjarnason, sem lét af embætti sjávarútvegsráðherra á föstudag, gaf út nýja reglugerð um makrílveiðar við Ísland á síðasta starfsdegi sínum.

Í reglugerðinni segir að öllum fiskiskipum sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni sé heimilt að stunda veiðar á makríl að fengnu leyfi frá Fiskistofu. Leyfið gildir í fiskveiðilandhelgi Íslands og á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, NEAFC, utan lögsögu ríkja.

Þá kemur fram að fari heildarafli íslenskra skipa í makríl á þessu ári yfir 145.227 lestir, eða í 20.000 lestir á samningssvæði NEAFC utan lögsögu ríkja, ákveður ráðherra hvort veiðar á makríl skuli takmarkaðar með einhverjum hætti.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×