Sex lentu í snjóflóði - mildi að ekki fór verr 3. janúar 2012 11:01 Barðaströnd, Brjánslækur. „Ég hef aldrei séð annað eins," segir Barði Sveinsson, bóndi á Innri-Múla, nærri Patreksfirði, en hann lenti óvænt í snjóflóði síðdegis í gær ásamt fimm öðrum. Barði var að sækja sjö kindur sem voru í sjálfheldu á Fuglbergi í Fossdal á Barðaströnd. Með í för var meðal annars sigmaður frá Patreksfirði. Ekki tókst að bjarga kindunum þar sem þær voru of styggar. Á bakaleiðinni ákvað hópurinn að stytta sér leið. Það fór þó ekki betur en svo að hengja gaf sig og úr varð snjóflóð sem var líklega um 130 sentímetra djúpt og 100 metra breitt. Barði segist hafa reynt að hlaupa inn með hlíðinni, en allt kom fyrir ekkert, snjóflóðið hrifsaði hann og föruneyti hans með sér. „Ég kútveltist þarna um en ég sá þó alltaf skímuna," segir Barði sem náði að losa sig sjálfur úr flóðinu þegar það loksins staðnæmdist. Stúlka, sem var með þeim í för, þurfti hinsvegar aðstoð hinna við að losa sig. Barði segir að það hafi líklega bjargað þeim að það var ekki meiri snjór í hengjunni. Hefði flóðið verið stærra hefði það hæglega getað kastað þeim fram af klettabrún sem var framundan. Barði gerir ekki mikið úr upplifuninni. Hann segist þó aldrei hafa upplifað annað eins. „Þetta slapp," segir Barði einfaldlega um stálheppni hópsins. Engum varð meint af í flóðinu. Þá þurfti ekki að kalla á aðstoð björgunarsveitarinnar til þess að aðstoða fólkið, sem kom sér sjálft til byggða. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Ég hef aldrei séð annað eins," segir Barði Sveinsson, bóndi á Innri-Múla, nærri Patreksfirði, en hann lenti óvænt í snjóflóði síðdegis í gær ásamt fimm öðrum. Barði var að sækja sjö kindur sem voru í sjálfheldu á Fuglbergi í Fossdal á Barðaströnd. Með í för var meðal annars sigmaður frá Patreksfirði. Ekki tókst að bjarga kindunum þar sem þær voru of styggar. Á bakaleiðinni ákvað hópurinn að stytta sér leið. Það fór þó ekki betur en svo að hengja gaf sig og úr varð snjóflóð sem var líklega um 130 sentímetra djúpt og 100 metra breitt. Barði segist hafa reynt að hlaupa inn með hlíðinni, en allt kom fyrir ekkert, snjóflóðið hrifsaði hann og föruneyti hans með sér. „Ég kútveltist þarna um en ég sá þó alltaf skímuna," segir Barði sem náði að losa sig sjálfur úr flóðinu þegar það loksins staðnæmdist. Stúlka, sem var með þeim í för, þurfti hinsvegar aðstoð hinna við að losa sig. Barði segir að það hafi líklega bjargað þeim að það var ekki meiri snjór í hengjunni. Hefði flóðið verið stærra hefði það hæglega getað kastað þeim fram af klettabrún sem var framundan. Barði gerir ekki mikið úr upplifuninni. Hann segist þó aldrei hafa upplifað annað eins. „Þetta slapp," segir Barði einfaldlega um stálheppni hópsins. Engum varð meint af í flóðinu. Þá þurfti ekki að kalla á aðstoð björgunarsveitarinnar til þess að aðstoða fólkið, sem kom sér sjálft til byggða.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira