Innlent

Vilja friða fimm tegundir af svartfugli

Lundinn verður friðaður verði tillögurnar samþykktar.
Lundinn verður friðaður verði tillögurnar samþykktar.
Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur til að fimm tegundir svartfugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Fulltrúi bændasamtakanna sagði sig úr starfshópnum þegar tillögurnar lágu fyrir.

Tegundirnar sem um ræðir eru lundi, álka, langvía, stuttnefja og teista og ná þessi friðunaráform líka til eggjatínslu undan þessum fimm tegundum.

Hópurinn tilgreinir fækkun í öllum þessum stofnum og telur helstu orsökina vera fæðuskort, en að tímabundin friðun muni þrátt fyrir það flýta fyrir endurreisn þeirra.

Ríkisstjórnin samþykkti svo í morgun breytingar á lögum, sem heimila umhverfisráðherra framvegis stjórnun hlunnindanýtingar, en það er forsenda þess að hægt verði að friða umræddar tegundir.

Fulltrúar Skotvís og Umhverfisstofnunar, í starfshópnum, skiluðu séráliti um friðun álku, langvíu og stuttnefju, og mæltu með takmörkun á veiðum úr þeim stofnun fremur en friðun. Fulltrúi Bændasamtakanna í hópnum sagði sig úr honum þegar tillögurnar lágu fyrir, og stendur því ekki að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×