Innlent

Ekki lagagrundvöllur fyrir breytingum á innritunarreglum

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra studdist ekki við fullnægjandi lagagrundvöll þegar breytingar voru gerðar á innritunarreglum framhaldsskóla árið 2010. Þetta er mat Umboðsmanns Alþingis.

Breytingarnar sem um ræðir gera ráð fyrir því að fjörutíu og fimm prósent lausra plássa í framhaldsskólum séu tekin frá fyrir nemendur sem koma úr grunnskólum í nágrenni framhaldsskólans.

Tveir nemendur í tíunda bekk grunnskóla leituðu til umboðsmanns en þeir töldu að breytingarnar fælu meðal annars í sér í mismunun á grundvelli búsetu og brjóti í bága við jafnræðisreglur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×