Ræsa álver í Helguvík 2015 8. september 2012 04:30 Ragnar Guðmundsson, Forstjóri Norðuráls Helguvík Álver Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, segir að samningar um orku fyrir álver í Helguvík séu á lokametrunum. Takist það þá sé ekkert til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir í vor. „Ég er mjög bjartsýnn á að samningar náist á næstu einum, tveimur, þremur mánuðum. Það er orðtak úr bandaríska fótboltanum sem segir að erfitt sé að komast að tveggja jarda línunni, en það hafist. Síðustu tveir jardarnir séu erfiðastir. Við erum á síðustu tveimur jördunum með að vinna úr smáatriðum, en höfum náð saman um aðalatriðin.“ Bless segir að fjármögnun verkefnisins hafi lokið 2010. Leggja hafi þurft þær áætlanir á hilluna þegar verkefnið dróst og snurfusa þurfi þær að nýju áður en farið verður eftir þeim. Það muni þó ekki tefja neitt fyrir framkvæmdunum. Fjármögnun sé því tryggð. „Ef við náum samningum á næstu mánuðum hefst undirbúningur fyrir verkefnið strax, en framkvæmdir ekki fyrr en vorið 2013 með hækkandi sól. Framleiðslan gæti þá hafist vorið 2015.“ Bless segir að ákveðið hafi verið að setja tvær milljónir dollara í að klæða byggingarnar í Helguvík fyrir veturinn. „Við ákváðum það í vor þegar við sáum hvað samningar við orkufyrirtækin gengu vel. Þetta er til marks um að við sjáum fyrir endann á undirbúningstímanum. Þangað til við göngum endanlega frá samningum við orkufyrirtækin munum við hins vegar halda kostnaði í lágmarki.“ Álverð hefur verið lágt að undanförnu en Bless segir að engu að síður sé reksturinn á Norðuráli mjög góður. Fyrirtækið sé skuldlaust, með góða eiginfjárstöðu, og í mjög góðri stöðu til að takast verkefnið á hendur. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að tryggja verði orku fyrir verkefnið. „Það þarf að tryggja endanlegan frágang orkusamninga og flutning á orkunni til okkar. Við sjáum að Landsnet er vonandi að ljúka ákveðnum þáttum sín megin svo það sér vonandi fyrir endann á þessu.“ - kóp Tengdar fréttir 50% ánægð með aðildina Réttur helmingur aðspurðra íbúa í ESB segir aðild lands síns vera af hinu góða, að því er kemur fram í könnun Eurobarometer sem var gerð í júní. Hins vegar segjast aðeins 40 prósent líta ESB í jákvæðu ljósi, sem er þó aukning frá í nóvember þegar 31 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun. 8. september 2012 02:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, segir að samningar um orku fyrir álver í Helguvík séu á lokametrunum. Takist það þá sé ekkert til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir í vor. „Ég er mjög bjartsýnn á að samningar náist á næstu einum, tveimur, þremur mánuðum. Það er orðtak úr bandaríska fótboltanum sem segir að erfitt sé að komast að tveggja jarda línunni, en það hafist. Síðustu tveir jardarnir séu erfiðastir. Við erum á síðustu tveimur jördunum með að vinna úr smáatriðum, en höfum náð saman um aðalatriðin.“ Bless segir að fjármögnun verkefnisins hafi lokið 2010. Leggja hafi þurft þær áætlanir á hilluna þegar verkefnið dróst og snurfusa þurfi þær að nýju áður en farið verður eftir þeim. Það muni þó ekki tefja neitt fyrir framkvæmdunum. Fjármögnun sé því tryggð. „Ef við náum samningum á næstu mánuðum hefst undirbúningur fyrir verkefnið strax, en framkvæmdir ekki fyrr en vorið 2013 með hækkandi sól. Framleiðslan gæti þá hafist vorið 2015.“ Bless segir að ákveðið hafi verið að setja tvær milljónir dollara í að klæða byggingarnar í Helguvík fyrir veturinn. „Við ákváðum það í vor þegar við sáum hvað samningar við orkufyrirtækin gengu vel. Þetta er til marks um að við sjáum fyrir endann á undirbúningstímanum. Þangað til við göngum endanlega frá samningum við orkufyrirtækin munum við hins vegar halda kostnaði í lágmarki.“ Álverð hefur verið lágt að undanförnu en Bless segir að engu að síður sé reksturinn á Norðuráli mjög góður. Fyrirtækið sé skuldlaust, með góða eiginfjárstöðu, og í mjög góðri stöðu til að takast verkefnið á hendur. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að tryggja verði orku fyrir verkefnið. „Það þarf að tryggja endanlegan frágang orkusamninga og flutning á orkunni til okkar. Við sjáum að Landsnet er vonandi að ljúka ákveðnum þáttum sín megin svo það sér vonandi fyrir endann á þessu.“ - kóp
Tengdar fréttir 50% ánægð með aðildina Réttur helmingur aðspurðra íbúa í ESB segir aðild lands síns vera af hinu góða, að því er kemur fram í könnun Eurobarometer sem var gerð í júní. Hins vegar segjast aðeins 40 prósent líta ESB í jákvæðu ljósi, sem er þó aukning frá í nóvember þegar 31 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun. 8. september 2012 02:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
50% ánægð með aðildina Réttur helmingur aðspurðra íbúa í ESB segir aðild lands síns vera af hinu góða, að því er kemur fram í könnun Eurobarometer sem var gerð í júní. Hins vegar segjast aðeins 40 prósent líta ESB í jákvæðu ljósi, sem er þó aukning frá í nóvember þegar 31 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun. 8. september 2012 02:30