Milljarður í gjaldeyri á Iceland Airwaves Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. nóvember 2012 09:00 Erlendum gestum á Iceland Airwaves fjölgaði úr 2.800 árið 2011 í rúmlega 4.000 í ár. Þeir voru meirihluti hátíðargesta í ár. Fréttablaðið/Valli Velta erlendra gesta á Iceland Airwaves í ár var 66 prósentum meiri en á hátíðinni í fyrra. Gestirnir eyddu 800 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu og öðrum 300 milljónum til að komast til landsins. Þá á eftir að reikna ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið, en um 70 prósent gesta sögðust ætla í Bláa lónið og um helmingurinn Gullna hringinn. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur staðið fyrir könnun á meðal erlendra gesta hátíðarinnar ásamt Iceland Music Export. Ef ferðakostnaður er meðtalinn er heildarvelta gesta tæplega 1,1 milljarður króna. Tómas Young, hjá ÚTÓN, segir að þessa miklu veltuaukningu megi skýra með því að erlendum gestum fjölgaði mikið, eða úr um 2.800 í 4.076 á milli ára. Þeir voru í fyrsta sinn í meirihluta gesta, eða um 54 prósent. Tómas segir það orð hafa loðað við gesti Iceland Airwaves að þeir væru sparsamir. "Það er svo sannarlega ekki þannig. Þeir eru bara að eyða jafn miklu og hinn venjulegi ferðamaður." Hann segir niðurstöðuna mjög ánægjulega. "Hátíðin er mjög arðbær og það er ábyggilega mikið af mjög ánægðum verslunar- og bareigendum þarna úti einhvers staðar, kaffihúsa- og plötubúðaeigendum og svo framvegis. Gestirnir eru að eyða dálitlu af peningum."Áætluð útgjöld hvers erlends Airwaves-gests á höfuðborgarsvæðinu á sólarhring.Líkt og áður segir nær könnunin aðeins til þess hve miklu eytt var á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var hve miklum peningum þeir vörðu á síðustu 24 klukkustundum í Reykjavík. Meðalútgjöld voru 29.268 krónur daglega á hvern gest og 27.655 að aðgangseyri frátöldum. Þá nær hún ekki til eyðslu innlendra gesta. "Það er ágætis búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur þessa einu helgi í nóvember, sem annars væri dauð."Tómas Young.visir/vilhelm Fréttir Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Velta erlendra gesta á Iceland Airwaves í ár var 66 prósentum meiri en á hátíðinni í fyrra. Gestirnir eyddu 800 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu og öðrum 300 milljónum til að komast til landsins. Þá á eftir að reikna ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið, en um 70 prósent gesta sögðust ætla í Bláa lónið og um helmingurinn Gullna hringinn. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur staðið fyrir könnun á meðal erlendra gesta hátíðarinnar ásamt Iceland Music Export. Ef ferðakostnaður er meðtalinn er heildarvelta gesta tæplega 1,1 milljarður króna. Tómas Young, hjá ÚTÓN, segir að þessa miklu veltuaukningu megi skýra með því að erlendum gestum fjölgaði mikið, eða úr um 2.800 í 4.076 á milli ára. Þeir voru í fyrsta sinn í meirihluta gesta, eða um 54 prósent. Tómas segir það orð hafa loðað við gesti Iceland Airwaves að þeir væru sparsamir. "Það er svo sannarlega ekki þannig. Þeir eru bara að eyða jafn miklu og hinn venjulegi ferðamaður." Hann segir niðurstöðuna mjög ánægjulega. "Hátíðin er mjög arðbær og það er ábyggilega mikið af mjög ánægðum verslunar- og bareigendum þarna úti einhvers staðar, kaffihúsa- og plötubúðaeigendum og svo framvegis. Gestirnir eru að eyða dálitlu af peningum."Áætluð útgjöld hvers erlends Airwaves-gests á höfuðborgarsvæðinu á sólarhring.Líkt og áður segir nær könnunin aðeins til þess hve miklu eytt var á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var hve miklum peningum þeir vörðu á síðustu 24 klukkustundum í Reykjavík. Meðalútgjöld voru 29.268 krónur daglega á hvern gest og 27.655 að aðgangseyri frátöldum. Þá nær hún ekki til eyðslu innlendra gesta. "Það er ágætis búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur þessa einu helgi í nóvember, sem annars væri dauð."Tómas Young.visir/vilhelm
Fréttir Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent