Hjálmar ferðast um Evrópu 11. maí 2012 10:00 Hljómsveitin Hjálmar verður á faraldsfæti í sumar. Hún kemur fram á tónlistarhátíðunum Festival de-affaire og Into The Great Wide Open í Hollandi, Bazant Pohoda-hátíðinni í Slóvakíu, Ilmiö-hátíðinni í Finnlandi og á Íslandshátíð í Mobryggja í Noregi. Eins eru í undirbúningi tónleikar í Moskvu og Grænlandi. Hér á Íslandi spila Hjálmar í annað sinn á Þjóðhátíð í Eyjum föstudaginn 3. ágúst. „Þetta eru flottir staðir og allt staðir sem við höfum ekki heimsótt áður, nema Moskva," segir Kiddi í Hjálmum sem er spenntur fyrir sumrinu. „Mig hefur lengi langað að spila á Grænlandi og það verður skemmtilegt að fara með íslenska reggíið þangað." Eins og Fréttablaðið hefur greint frá ætlar finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor að vinna með Hjálmum að nýrri plötu. Samstarfið leggst mjög vel í Kidda en Tenor kemur til landsins 27. maí. „Hann stakk upp á að þetta yrði Black Sabbath-þema. Lagatitlarnir eru meðal annars Money Is My Master og Smoke Gone Wrong. Þetta eru svolítið dökkir lagatitlar við frekar gleðilegt reggí. Hugmyndin er að gera myrka reggíplötu og hann er búinn að dæla á okkur „demóum". Að sögn Kidda mun Samúel Jón Samúelsson aðstoða þá á plötunni ásamt stórri brasssveit. Fyrstu tónleikar Hjálmar í sumar verða í Gamla bíói 12. maí. Hjálmar og Tenor spila svo á tónleikum Hljómskálans í Hörpu 2. júní þar sem heyra má afrakstur samstarfs þeirra. -fb Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Hjálmar verður á faraldsfæti í sumar. Hún kemur fram á tónlistarhátíðunum Festival de-affaire og Into The Great Wide Open í Hollandi, Bazant Pohoda-hátíðinni í Slóvakíu, Ilmiö-hátíðinni í Finnlandi og á Íslandshátíð í Mobryggja í Noregi. Eins eru í undirbúningi tónleikar í Moskvu og Grænlandi. Hér á Íslandi spila Hjálmar í annað sinn á Þjóðhátíð í Eyjum föstudaginn 3. ágúst. „Þetta eru flottir staðir og allt staðir sem við höfum ekki heimsótt áður, nema Moskva," segir Kiddi í Hjálmum sem er spenntur fyrir sumrinu. „Mig hefur lengi langað að spila á Grænlandi og það verður skemmtilegt að fara með íslenska reggíið þangað." Eins og Fréttablaðið hefur greint frá ætlar finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor að vinna með Hjálmum að nýrri plötu. Samstarfið leggst mjög vel í Kidda en Tenor kemur til landsins 27. maí. „Hann stakk upp á að þetta yrði Black Sabbath-þema. Lagatitlarnir eru meðal annars Money Is My Master og Smoke Gone Wrong. Þetta eru svolítið dökkir lagatitlar við frekar gleðilegt reggí. Hugmyndin er að gera myrka reggíplötu og hann er búinn að dæla á okkur „demóum". Að sögn Kidda mun Samúel Jón Samúelsson aðstoða þá á plötunni ásamt stórri brasssveit. Fyrstu tónleikar Hjálmar í sumar verða í Gamla bíói 12. maí. Hjálmar og Tenor spila svo á tónleikum Hljómskálans í Hörpu 2. júní þar sem heyra má afrakstur samstarfs þeirra. -fb
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira