Ákæruvaldið verður að sanna fjártjónshættu ef það á að sakfella Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. maí 2012 11:30 Tveir sakborninga í málinu, þeir Jón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson. Ákæruvaldið verður að sanna, þannig að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa, að sakborningar í Exeter-málinu hafi skapað fjártjónshættu fyrir Byr sparisjóð þegar þeir hlutuðust um lánveitingu í tveimur hlutum upp á 1,1 milljarð króna til félagsins Exeter Holding. Ólafur Eiríksson, verjandi Ragnars Z. Guðjónssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, sagði í málflutningi fyrir Hæstarétti að það væri að mati ákærðu mikilvægt að grandskoða aðstæður eins og þær voru í september og október 2008. „Sönnunarbyrðin í þessu máli er hjá ákæruvaldinu. Frásögn Ragnars hefur verið frá fyrstu skýrslutöku verið á einn veg. Því er mótmælt að misræmi hafi verið í skýrslu hans," sagði Ólafur.Segir að Ragnar hafi haft svigrúm til að lána þvert á lánareglur Hann sagði að það hefði verið alveg skýrt að sparisjóðsstjóri hafi í raun í ákveðnum tilvikum mátt lána allt að 1,5 milljarða króna án þess að lánveitingin færi eftir sömu leiðum og gert væri ráð fyrir í lánareglum. Þessi heimild hafi verið samþykkt í stjórn Byrs og staðfest af Fjármálaeftirlitinu. „Það verður því að telja sannað að ákærði Ragnar hafi mátt lána allt að 1,5 milljarða króna þvert á lánareglur," sagði Ólafur. Ólafur fór yfir að staða Byrs hafi verið verulega frábrugðin þriggja stóru bankanna þriggja. Viðskiptabankastarfsemi Byrs hafi verið lang stærsti hluti starfseminnar. Innlán hafi aukist mikið eftir hrun. „Það voru biðraðir fyrir utan útibú Byrs í október 2008 af fólki sem ætlaði að leggja inn peninga," sagði Ólafur. Þetta atriði, staða Byrs, hefur mikla þýðingu fyrir sönnunarfærslu í málinu, þar sem sparisjóðurinn tók veð í eigin stofnfjárbréfum þegar lánin til Exeter voru veitt haustið 2008. Verjendur Ragnars og Jóns Þorsteins, Ólafur og Reynir Karlsson, hafa í sínum málflutningsræðum reynt að rökstyðja að slík fjártjónshætta hafi ekki verið raunveruleg vegna stöðu Byrs á þeim tíma sem lánveitingarnar voru veittar. Ólafur Eiríksson fór yfir það í ræðu sinni að ákæruvaldið yrði ekki bara að sanna að fjártjónshætta hafi skapast heldur einnig auðgunarásetning. Það væri skýlaus krafa um ásetning í öllum efnisþáttum brotsins, eins og ákvæði um umboðssvik væri lýst í hegningarlögum og það yrði að sýkna ef um gáleysisbrot væri að ræða. „Ákærði telur fráleitt að hann hafi ætlað að eyðileggja mannorð sitt og valda vinnuveitanda sínum til margra ára tjóni til að forða einkahlutafélagi frá þroti. Þarna var um tvo aðskilda gerninga að ræða. Annars vegar veðkall og hins vegar fjármögnun á sölu þeirra bréfa," sagði Ólafur. Þá sagði hann að Ragnar hafi verið í villu um tengsl Exeter Holding og MP banka. Ragnar hafi talið að félagið, sem hét áður Arkea Tæknisetur og var á vegum Ágústs Sindra Karlssonar, hafi í raun verið á vegum MP banka. Þannig hafi hann verið í villu um lántakandann og raunverulega stöðu hans. Jónatan Þórmundsson, prófessor í refsirétti, hefur í fræðiskrifum haldið því fram að ef sakfella eigi fyrir umboðssvik þurfi meiri líkur en minni þurft að vera á fjártjónshættu á þeim tímapunkti sem atvikið átti sér stað, sem heimfæra eigi undir ákvæðið í hegningarlögum. Þannig þurfi meiri hætta en minni að hafa verið til staðar, þegar Byr lánaði Exeter, að lánveitingin skapaði fjártjónshættu fyrir Byr sparisjóð. Ólafur sagði, þegar hann reifaði varakröfu sína, að það væri fráleitt að fullnýta refsirammann í málinu (sex ár) eins og ákæruvaldið virtist fara fram á, þar sem í engu væri ásetningur sannaður, en Björn Þorvaldsson, saksóknari, fór fram á fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi. Sakboringar eru allir mættir til að fylgjast með málflutningi fyrir Hæstarétti. Þeir hafa nú í rúm þrjú ár haft málið hangandi yfir sér, eða frá því rannsókn þess hófst. Málið verður dómtekið í dag og ætti þá niðurstaða að liggja fyrir innan þriggja vikna. Málið dæma Árni Kolbeinsson, Viðar Már Matthíasson, Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Niðurstaðan í málinu mun hafa grundvallar þýðingu fyrir þau mál sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og varða umboðssvik. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Vill ómerkja dóm vegna vanhæfis dómara Sérstakur saksóknari vill að Hæstiréttur ógildi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Exeter-máli vegna vanhæfis eins dómarans sem myndaði meirihluta í málinu á neðra dómsstigi. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Hæstarétti í morgun. 11. maí 2012 08:30 Segir fráleitt að stjórnarformaður kanni greiðslugetu lántakenda "Það er ósannað og styðst ekki við gögn að ákærði Jón hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna. Hann tók hins vegar þátt í afgreiðslu málsins á stjórnarfundi 19. desember 2008,“ sagði Reynir Karlsson, verjandi Jóns Þorsteins Jónssonar í málflutningsræðu sinni fyrir Hæstarétti. 11. maí 2012 10:30 Málflutningur í Exeter-málinu Málflutningur í Exetermálinu svonefnda fer fram í dag í Hæstarétti. Málið snýst um meint umboðssvik vegna útlána Byr sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. 11. maí 2012 08:07 "Hann hafði ekki heimild til að kasta peningum út um gluggann“ Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi dóm meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur í Exeter málinu mikið í málflutningi fyrir Hæstarétti og sagði niðurstöðuna byggja á misskilningi. Björn fór fram á fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi yfir tveimur hinna ákærðu í málinu. 11. maí 2012 09:45 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Ákæruvaldið verður að sanna, þannig að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa, að sakborningar í Exeter-málinu hafi skapað fjártjónshættu fyrir Byr sparisjóð þegar þeir hlutuðust um lánveitingu í tveimur hlutum upp á 1,1 milljarð króna til félagsins Exeter Holding. Ólafur Eiríksson, verjandi Ragnars Z. Guðjónssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, sagði í málflutningi fyrir Hæstarétti að það væri að mati ákærðu mikilvægt að grandskoða aðstæður eins og þær voru í september og október 2008. „Sönnunarbyrðin í þessu máli er hjá ákæruvaldinu. Frásögn Ragnars hefur verið frá fyrstu skýrslutöku verið á einn veg. Því er mótmælt að misræmi hafi verið í skýrslu hans," sagði Ólafur.Segir að Ragnar hafi haft svigrúm til að lána þvert á lánareglur Hann sagði að það hefði verið alveg skýrt að sparisjóðsstjóri hafi í raun í ákveðnum tilvikum mátt lána allt að 1,5 milljarða króna án þess að lánveitingin færi eftir sömu leiðum og gert væri ráð fyrir í lánareglum. Þessi heimild hafi verið samþykkt í stjórn Byrs og staðfest af Fjármálaeftirlitinu. „Það verður því að telja sannað að ákærði Ragnar hafi mátt lána allt að 1,5 milljarða króna þvert á lánareglur," sagði Ólafur. Ólafur fór yfir að staða Byrs hafi verið verulega frábrugðin þriggja stóru bankanna þriggja. Viðskiptabankastarfsemi Byrs hafi verið lang stærsti hluti starfseminnar. Innlán hafi aukist mikið eftir hrun. „Það voru biðraðir fyrir utan útibú Byrs í október 2008 af fólki sem ætlaði að leggja inn peninga," sagði Ólafur. Þetta atriði, staða Byrs, hefur mikla þýðingu fyrir sönnunarfærslu í málinu, þar sem sparisjóðurinn tók veð í eigin stofnfjárbréfum þegar lánin til Exeter voru veitt haustið 2008. Verjendur Ragnars og Jóns Þorsteins, Ólafur og Reynir Karlsson, hafa í sínum málflutningsræðum reynt að rökstyðja að slík fjártjónshætta hafi ekki verið raunveruleg vegna stöðu Byrs á þeim tíma sem lánveitingarnar voru veittar. Ólafur Eiríksson fór yfir það í ræðu sinni að ákæruvaldið yrði ekki bara að sanna að fjártjónshætta hafi skapast heldur einnig auðgunarásetning. Það væri skýlaus krafa um ásetning í öllum efnisþáttum brotsins, eins og ákvæði um umboðssvik væri lýst í hegningarlögum og það yrði að sýkna ef um gáleysisbrot væri að ræða. „Ákærði telur fráleitt að hann hafi ætlað að eyðileggja mannorð sitt og valda vinnuveitanda sínum til margra ára tjóni til að forða einkahlutafélagi frá þroti. Þarna var um tvo aðskilda gerninga að ræða. Annars vegar veðkall og hins vegar fjármögnun á sölu þeirra bréfa," sagði Ólafur. Þá sagði hann að Ragnar hafi verið í villu um tengsl Exeter Holding og MP banka. Ragnar hafi talið að félagið, sem hét áður Arkea Tæknisetur og var á vegum Ágústs Sindra Karlssonar, hafi í raun verið á vegum MP banka. Þannig hafi hann verið í villu um lántakandann og raunverulega stöðu hans. Jónatan Þórmundsson, prófessor í refsirétti, hefur í fræðiskrifum haldið því fram að ef sakfella eigi fyrir umboðssvik þurfi meiri líkur en minni þurft að vera á fjártjónshættu á þeim tímapunkti sem atvikið átti sér stað, sem heimfæra eigi undir ákvæðið í hegningarlögum. Þannig þurfi meiri hætta en minni að hafa verið til staðar, þegar Byr lánaði Exeter, að lánveitingin skapaði fjártjónshættu fyrir Byr sparisjóð. Ólafur sagði, þegar hann reifaði varakröfu sína, að það væri fráleitt að fullnýta refsirammann í málinu (sex ár) eins og ákæruvaldið virtist fara fram á, þar sem í engu væri ásetningur sannaður, en Björn Þorvaldsson, saksóknari, fór fram á fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi. Sakboringar eru allir mættir til að fylgjast með málflutningi fyrir Hæstarétti. Þeir hafa nú í rúm þrjú ár haft málið hangandi yfir sér, eða frá því rannsókn þess hófst. Málið verður dómtekið í dag og ætti þá niðurstaða að liggja fyrir innan þriggja vikna. Málið dæma Árni Kolbeinsson, Viðar Már Matthíasson, Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Niðurstaðan í málinu mun hafa grundvallar þýðingu fyrir þau mál sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og varða umboðssvik. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Vill ómerkja dóm vegna vanhæfis dómara Sérstakur saksóknari vill að Hæstiréttur ógildi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Exeter-máli vegna vanhæfis eins dómarans sem myndaði meirihluta í málinu á neðra dómsstigi. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Hæstarétti í morgun. 11. maí 2012 08:30 Segir fráleitt að stjórnarformaður kanni greiðslugetu lántakenda "Það er ósannað og styðst ekki við gögn að ákærði Jón hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna. Hann tók hins vegar þátt í afgreiðslu málsins á stjórnarfundi 19. desember 2008,“ sagði Reynir Karlsson, verjandi Jóns Þorsteins Jónssonar í málflutningsræðu sinni fyrir Hæstarétti. 11. maí 2012 10:30 Málflutningur í Exeter-málinu Málflutningur í Exetermálinu svonefnda fer fram í dag í Hæstarétti. Málið snýst um meint umboðssvik vegna útlána Byr sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. 11. maí 2012 08:07 "Hann hafði ekki heimild til að kasta peningum út um gluggann“ Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi dóm meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur í Exeter málinu mikið í málflutningi fyrir Hæstarétti og sagði niðurstöðuna byggja á misskilningi. Björn fór fram á fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi yfir tveimur hinna ákærðu í málinu. 11. maí 2012 09:45 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Vill ómerkja dóm vegna vanhæfis dómara Sérstakur saksóknari vill að Hæstiréttur ógildi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Exeter-máli vegna vanhæfis eins dómarans sem myndaði meirihluta í málinu á neðra dómsstigi. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Hæstarétti í morgun. 11. maí 2012 08:30
Segir fráleitt að stjórnarformaður kanni greiðslugetu lántakenda "Það er ósannað og styðst ekki við gögn að ákærði Jón hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna. Hann tók hins vegar þátt í afgreiðslu málsins á stjórnarfundi 19. desember 2008,“ sagði Reynir Karlsson, verjandi Jóns Þorsteins Jónssonar í málflutningsræðu sinni fyrir Hæstarétti. 11. maí 2012 10:30
Málflutningur í Exeter-málinu Málflutningur í Exetermálinu svonefnda fer fram í dag í Hæstarétti. Málið snýst um meint umboðssvik vegna útlána Byr sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. 11. maí 2012 08:07
"Hann hafði ekki heimild til að kasta peningum út um gluggann“ Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi dóm meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur í Exeter málinu mikið í málflutningi fyrir Hæstarétti og sagði niðurstöðuna byggja á misskilningi. Björn fór fram á fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi yfir tveimur hinna ákærðu í málinu. 11. maí 2012 09:45