Innlent

Tveir til viðbótar hugsanlega í gæsluvarðhald - hrækti á myndatökumenn

Enn á eftir að ákveða hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem voru handteknir vegna rannsóknar lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi en rannsóknin snýr að líkamsmeiðingum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum.

Fjórir menn voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í morgun. Þar á meðal þekktir ofbeldismenn, annar þeirra er Annþór Karlsson, hinn heitir Börkur Birgisson. Konu var sleppt í gær vegna málsins.

Meðal þess sem mennirnir eru sakaðir um eru tvær alvarlegar líkamsárásir.

Myndatökumenn fjölmiðla fylgdust með því þegar mennirnir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Einn hinna grunuðu brást þá við með því að hrækja í áttina til ljósmyndara og myndatökumanna. Hægt er að sjá myndband hér fyrir ofan þar sem maðurinn hrækir í áttina að þeim.


Tengdar fréttir

Úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald

Fjórir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. mars næstkomandi vegna rannsóknar, sem snýr að skipulagðri glæpastarfssemi, líkamsmeiðingum, hótunum, innbrotum, peningaþvætti og þjófnuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×