Innlent

Sex í vikulangt gæsluvarðhald - grunaðir um alvarlegt ofbeldisbrot

Tveir karlmenn til viðbótar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi, en mennirnir voru handteknir í gær.

Þá hafa alls sex menn verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna málsins. Meðal þeirra sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í morgun voru þeir Börkur Birgisson og Annþór Karlsson. Báðir hafa áður verið dæmdir fyrir hrottaleg ofbeldisbrot.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa einhverjir þeirra verið kærðir fyrir alvarlega líkamsárás. Þá framkvæmdi lögreglan átta húsleitir í gærmorgun á heimilum og í fyrirtækjum í tengslum við rannsókn hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Lögreglan lagði einnig hald á meint þýfi og fíkniefni.


Tengdar fréttir

Úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald

Fjórir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. mars næstkomandi vegna rannsóknar, sem snýr að skipulagðri glæpastarfssemi, líkamsmeiðingum, hótunum, innbrotum, peningaþvætti og þjófnuðum.

Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir fjórum mönnum

Lögreglan ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir fjórum karlmönnum, sem hún handtók í gærmorgun vegna rannsóknar, sem snýr að skipulagðri glæpastarfssemi, líkamsmeiðingum, hótunum, innbortum, peningaþvætti og þjófnuðum.

Hafði í hótunum við starfsfólk 365 - tveir til viðbótar í gæsluvarðhald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að leggja fram kröfu um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum til viðbótar í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi, en mennirnir voru handteknir í gær. Fjórir menn hafa þegar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, líkt og fram kom í tilkynningu lögreglunnar í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×