Innlent

Játa aðeins sök að hluta til

Mennirnir hafa ekki hlotið dóma í heimalandinu.
Mennirnir hafa ekki hlotið dóma í heimalandinu. Fréttablaðið/ernir
Þrír Pólverjar sem sæta ákæru fyrir að hafa flutt til landsins tæp níu kíló af amfetamíni í sjampóbrúsum neita þeim sökum sem bornar eru á þá í ákæru. Þetta kom fram við þingfestingu málsins í gær.

Mennirnir þrír játa að hafa flutt til landsins töskur sem reyndust innihalda fíkniefni. Þeir halda því hins vegar fram að þeir hafi ekki vitað hvaða efni væri í töskunum eða hversu mikið magn. Þá neita þeir að hafa staðið í sameiningu að innflutningnum.

Fram kom fyrir dómi í gær að mennirnir hefðu allir hrein sakavottorð í Póllandi. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×