Innlent

Nýtt gæðakerfi í ferðaiðnaðnum

Steingrímur Birgisson, frá Bílaleigu Akureyrar, Ólafía Sveinsdóttir, frá Atlantic, Rannveig Grétarsdóttir, frá Eldingu, og svo lengst til hægri er Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.
Steingrímur Birgisson, frá Bílaleigu Akureyrar, Ólafía Sveinsdóttir, frá Atlantic, Rannveig Grétarsdóttir, frá Eldingu, og svo lengst til hægri er Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. fréttablaðið/stefán
Fjögur ferðaþjónustufyrirtæki fögnuðu því í gær að hafa lokið innleiðingu á Vakanum, nýju gæða- og umhverfiskerfi.

Fyrirtækin eru Bílaleiga Akureyrar, Ferðaskrifstofan Atlantic, hvalaskoðunarfyrirtækið Elding og Iceland Excursions Allrahanda.

Áslaug Briem, gæðafulltrúi Vakans, segir að nú þegar bíði tæplega þrjátíu fyrirtæki þess að taka upp kerfið og eru þau mislangt komin í gæðaúttekt Vakans. Fyrirtækin þurfa meðal annars að leggja fram öryggisáætlun og sýna fram á að þau starfi eftir næmri umhverfisvitund til að standast þá úttekt. En hvert er markmiðið með Vakanum? „Þetta eykur gæði, eflir umhverfisvitund hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og eykur trúverðugleika íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Áslaug. „Það er náttúrlega mikilvægt að vernda náttúruna sem er okkar aðalsöluvara og svo megum við ekki gleyma því að við erum í harðri samkeppni við önnur lönd.“- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×