Veit allt um Vafninga 29. desember 2012 08:00 "Fyrir fyrsta áramótaskaupið hafði ég aldrei skrifað "sketch“ á ævi minni en núna hef ég skrifað fullt,“ segir Anna, sem hefur haft í nógu að snúast á þeim vettvangi síðan.fréttablaðið/stefán Ég þekki alveg jafn margar fyndnar stelpur og fyndna stráka," segir Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari, sem er meðal handritshöfunda áramótaskaupsins í fjórða sinn í ár. Hún hefur ávallt verið eina konan í hópnum og sama á við í fleiri verkefnum sem snúa að handritsgerð og uppistandi. En af hverju ertu alltaf eina stelpan? „Ég verð eiginlega að svara þessari spurningu þannig að þú ert að spyrja vitlausa manneskju. Það þarf að spyrja þær sem eru ekki að gera þetta!" segir Anna. „Ég er oft spurð að þessu og hef hugsað mikið um þetta. Ef við tökum dæmi þá er meirihluti þeirra sem eru í pólitík karlar en samt finnst mér karlar ekkert leiðinlegri fyrir vikið." Vinna að Áramótaskaupinu hefst ár hvert í september. „Þá hugsa ég: „ókei, hvað gerðist eiginlega á árinu?"" lýsir hún. „Þá hefst tímabilið þar sem ég skoða Mbl, Vísi og fylgist með fréttatímum. Núna veit ég allt um Vafningsmálið og eitthvað sem mér er alveg sama um dagsdaglega," segir hún ánægð. Handritshöfundar í ár eru, auk Önnu, þeir Gunnar Helgason, Halldór Baldursson, Hjálmar Hjálmarsson og Sævar Sigurgeirsson. „Við Sævar höfum verið öll árin með Gunnari Birni [Guðmundssyni] leikstjóra. Síðan er alltaf gott að hafa gaura eins og Hjálmar. Hann er mikið í pólitíkinni og fylgist vel með. Það sama á við um Halldór teiknara því hann teiknar mynd á hverjum degi. Í raun þarf ég ekki tímarit.is heldur sný ég mér bara að þeim," segir hún og játar að þeir séu eiginlega tímarit.is í mannsmynd. „Fyrir fyrsta Áramótaskaupið hafði ég aldrei skrifað „sketch" á ævi minni en núna hef ég skrifað fullt," segir Anna sem hefur haft í nógu að snúast á þessum vettvangi. „Við Hugleikur Dagsson og bróðir hans, Þormóður, vorum að klára teiknimyndaseríu sem við förum í tökur á í janúar," lýsir hún. „Síðan var ég að skrifa Hæ Gosa en nýjasta serían byrjar í janúar á Skjá einum." En hvernig er að vinna sem handritshöfundur? „Það er draumavinnan mín. Þetta er svona eins og þegar maður var lítill. Maður stendur bara og spyr: „En hvað ef þetta gerist? Eða þetta? Hey ef að minn karl myndi allt í einu gera svona…"" leikur hún. Í kvöld kemur hún fram með uppistandshópnum Mið-Íslandi á stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20 og 23 en hún kynntist Ara Eldjárni einmitt við skrif Áramótaskaupsins líkt og Baldvini Z, framleiðanda Hæ Gosa. „Ég hef verið heppin að fá að skrifa með frábæru fólki sem vill fá mig aftur í vinnu. Svo ég hef grætt miklu meira á þessu en bara Skaupið," segir hún og hlær. Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Ég þekki alveg jafn margar fyndnar stelpur og fyndna stráka," segir Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari, sem er meðal handritshöfunda áramótaskaupsins í fjórða sinn í ár. Hún hefur ávallt verið eina konan í hópnum og sama á við í fleiri verkefnum sem snúa að handritsgerð og uppistandi. En af hverju ertu alltaf eina stelpan? „Ég verð eiginlega að svara þessari spurningu þannig að þú ert að spyrja vitlausa manneskju. Það þarf að spyrja þær sem eru ekki að gera þetta!" segir Anna. „Ég er oft spurð að þessu og hef hugsað mikið um þetta. Ef við tökum dæmi þá er meirihluti þeirra sem eru í pólitík karlar en samt finnst mér karlar ekkert leiðinlegri fyrir vikið." Vinna að Áramótaskaupinu hefst ár hvert í september. „Þá hugsa ég: „ókei, hvað gerðist eiginlega á árinu?"" lýsir hún. „Þá hefst tímabilið þar sem ég skoða Mbl, Vísi og fylgist með fréttatímum. Núna veit ég allt um Vafningsmálið og eitthvað sem mér er alveg sama um dagsdaglega," segir hún ánægð. Handritshöfundar í ár eru, auk Önnu, þeir Gunnar Helgason, Halldór Baldursson, Hjálmar Hjálmarsson og Sævar Sigurgeirsson. „Við Sævar höfum verið öll árin með Gunnari Birni [Guðmundssyni] leikstjóra. Síðan er alltaf gott að hafa gaura eins og Hjálmar. Hann er mikið í pólitíkinni og fylgist vel með. Það sama á við um Halldór teiknara því hann teiknar mynd á hverjum degi. Í raun þarf ég ekki tímarit.is heldur sný ég mér bara að þeim," segir hún og játar að þeir séu eiginlega tímarit.is í mannsmynd. „Fyrir fyrsta Áramótaskaupið hafði ég aldrei skrifað „sketch" á ævi minni en núna hef ég skrifað fullt," segir Anna sem hefur haft í nógu að snúast á þessum vettvangi. „Við Hugleikur Dagsson og bróðir hans, Þormóður, vorum að klára teiknimyndaseríu sem við förum í tökur á í janúar," lýsir hún. „Síðan var ég að skrifa Hæ Gosa en nýjasta serían byrjar í janúar á Skjá einum." En hvernig er að vinna sem handritshöfundur? „Það er draumavinnan mín. Þetta er svona eins og þegar maður var lítill. Maður stendur bara og spyr: „En hvað ef þetta gerist? Eða þetta? Hey ef að minn karl myndi allt í einu gera svona…"" leikur hún. Í kvöld kemur hún fram með uppistandshópnum Mið-Íslandi á stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20 og 23 en hún kynntist Ara Eldjárni einmitt við skrif Áramótaskaupsins líkt og Baldvini Z, framleiðanda Hæ Gosa. „Ég hef verið heppin að fá að skrifa með frábæru fólki sem vill fá mig aftur í vinnu. Svo ég hef grætt miklu meira á þessu en bara Skaupið," segir hún og hlær.
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira