Minna hugsað um hagsmuni neytendanna 18. janúar 2012 07:00 Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Stjórnsýslufræðingur segir mistök við opinbert eftirlit sýna fram á alvöruleysi í vinnubrögðum og virðingarleysi gagnvart neytendum. Misbrestur á eftirliti víða innan stjórnsýslunnar hér á landi er þess valdandi að oft er lítið tillit tekið til hagsmuna almennings. Þetta er álit stjórnsýslufræðings sem spurður er út í hin mörgu tilvik sem komið hafa fram síðustu misseri þar sem eftirlitsstofnanir hafa verið sakaðar um sinnuleysi í umhverfis- og lýðheilsumálum. „Ef stjórntæki opinberra aðila eiga að vera meira en hugmyndir þarf sterkt eftirlit til að virkja þau tæki,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stefnumótun við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. „Hér á landi virðist vera takmarkaður skilningur á því hvernig umgjörð eftirlits á að vera og hvernig á að búa að því svo að það virki sem skyldi.“ Sigurbjörg segir að eðli málsins vegna sé eftirlit almennt vandasamt verkefni og mögulega lítt eftirsóknarvert. „Það felur í sér ákveðið opinbert inngrip í starfsemi aðila á markaði og þykir ekki vinsælt, enda getur það verið álitið íþyngjandi fyrir markaðinn.“ Hún bætir því við að eftirlit sé vandasamt ferli í sjálfu sér, enda feli það í sér endurtekningar og sjálfvirkni í framkvæmd sem geti leitt af sér yfirsjónir. „Það er jafnan viðurkennt að líftími eftirlits sé stuttur. Það veikist þar sem tengsl og jafnvel kunningsskapur myndast milli eftirlitsaðila. Þess vegna verður að vera stöðug endurnýjun á verkferlum og vinnulagi til að tryggja gæði og öryggi eftirlitsins.“ Sigurbjörg segir að smæð samfélagsins hér á landi auki enn á þessa tilhneigingu. „Hér er nándin enn þá meiri. Fólk fer að þekkjast of náið og eftirlitsaðilar treysta því þá að menn séu að vinna eins og ráð er fyrir gert. Svo er nándin við stjórnmál mikil hér á landi og því aukin hætta á að aðilar á markaði kvarti undan eftirliti við stjórnmálamenn og reyni þannig að kippa í spotta.“ Loks segir Sigurbjörg að of lítið aðhald sé við eftirlitsstofnanir, bæði frá markaðsaðilum og almenningi, sem skrifist að miklu leyti á fámennið hér á landi. „Svo virðist ríkja víða einhvers konar landlægt alvöruleysi í eftirliti. Matvælastofnun sem heimilar það að klárað sé að selja birgðir af salti sem stenst ekki ákveðna staðla sýnir fram á alvöruleysi og virðingarleysi gagnvart neytendum.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Stjórnsýslufræðingur segir mistök við opinbert eftirlit sýna fram á alvöruleysi í vinnubrögðum og virðingarleysi gagnvart neytendum. Misbrestur á eftirliti víða innan stjórnsýslunnar hér á landi er þess valdandi að oft er lítið tillit tekið til hagsmuna almennings. Þetta er álit stjórnsýslufræðings sem spurður er út í hin mörgu tilvik sem komið hafa fram síðustu misseri þar sem eftirlitsstofnanir hafa verið sakaðar um sinnuleysi í umhverfis- og lýðheilsumálum. „Ef stjórntæki opinberra aðila eiga að vera meira en hugmyndir þarf sterkt eftirlit til að virkja þau tæki,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stefnumótun við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. „Hér á landi virðist vera takmarkaður skilningur á því hvernig umgjörð eftirlits á að vera og hvernig á að búa að því svo að það virki sem skyldi.“ Sigurbjörg segir að eðli málsins vegna sé eftirlit almennt vandasamt verkefni og mögulega lítt eftirsóknarvert. „Það felur í sér ákveðið opinbert inngrip í starfsemi aðila á markaði og þykir ekki vinsælt, enda getur það verið álitið íþyngjandi fyrir markaðinn.“ Hún bætir því við að eftirlit sé vandasamt ferli í sjálfu sér, enda feli það í sér endurtekningar og sjálfvirkni í framkvæmd sem geti leitt af sér yfirsjónir. „Það er jafnan viðurkennt að líftími eftirlits sé stuttur. Það veikist þar sem tengsl og jafnvel kunningsskapur myndast milli eftirlitsaðila. Þess vegna verður að vera stöðug endurnýjun á verkferlum og vinnulagi til að tryggja gæði og öryggi eftirlitsins.“ Sigurbjörg segir að smæð samfélagsins hér á landi auki enn á þessa tilhneigingu. „Hér er nándin enn þá meiri. Fólk fer að þekkjast of náið og eftirlitsaðilar treysta því þá að menn séu að vinna eins og ráð er fyrir gert. Svo er nándin við stjórnmál mikil hér á landi og því aukin hætta á að aðilar á markaði kvarti undan eftirliti við stjórnmálamenn og reyni þannig að kippa í spotta.“ Loks segir Sigurbjörg að of lítið aðhald sé við eftirlitsstofnanir, bæði frá markaðsaðilum og almenningi, sem skrifist að miklu leyti á fámennið hér á landi. „Svo virðist ríkja víða einhvers konar landlægt alvöruleysi í eftirliti. Matvælastofnun sem heimilar það að klárað sé að selja birgðir af salti sem stenst ekki ákveðna staðla sýnir fram á alvöruleysi og virðingarleysi gagnvart neytendum.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira