Innlent

Leitað að sprengjum í fleiri ráðuneytum

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. MYND / Egill
Lögreglan hefur leitað í öðrum ráðuneytum í nágrenni Stjórnarráðsins en samkvæmt upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, Jóhannesi Tómassyni, komu lögreglumenn í ráðuneytið í morgun og skimuðu eftir torkennilegum hlut.

Að sögn Jóhannesar fannst ekkert og leikur enginn grunur á að hætta steðji að ráðuneytinu. Starfsfólk fylgist rólegt með aðgerðum lögreglunnar.

Sprengjuleitarvélmenni var sent á vettvang til þess að rannsaka torkennilega hlutinn. Húsnæðið að Hverfisgötu 4 hefur verið rýmt. Ríkisstjórnin fundaði með ríkislögreglustjóra í morgun um stöðu mála. Ekki þótti ástæða til þess að fresta ríkisstjórnarfundi.


Tengdar fréttir

Ekki talin þörf á að rýma Stjórnarráðið en Hverfisgata 4 rýmd

Ríkisstjórn Íslands, sem setið hefur á fundi í Stjórnarráðshúsinu, hefur rætt við Ríkislögreglustjóra vegna ástandsins sem nú ríkir við Stjórnarráðið. Þar fannst torkennilegur hlutur sem talinn er vera sprengja eða leifar af sprengju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×